Krónan og Björn Bjarnason Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn. Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg. Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu. Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir". Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur. Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins: Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun