Ísland meðal þróunarlanda? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar