Öfundsýki út í yfirburðafólk Bergur Hauksson skrifar 31. ágúst 2012 11:00 Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun