Hver bað um þetta? Sigurður Garðarsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út! Fjölda starfsfólks, eigenda og fjölskyldna er eðlilega brugðið, fólks sem byggir afkomu sína á þeim veitingarekstri sem starfræktur er við norðanvert torgið. Og spurt er: Hver bað um þetta? Hverjum er eiginlega verið að þjóna með þessu brölti öllu? Alltént ekki þeim sem búa eða starfa við Ingólfstorg. Svo mikið er víst. Þeim er einnig spurn, sem lagt hafa leið sína að Ingólfstorgi í sumar. Sjaldan – ef nokkru sinni – hefur mannlíf staðið þar í jafn miklum blóma og eftir að rekstraraðilar tóku sig saman um að fóstra torgið, koma þar á fót „Ylströnd Ingólfs" með tilheyrandi sólbekkjum, grasbala, litríkum húsgögnum og viðburðahaldi. Risaskjá hefur einnig verið komið fyrir við torgið þar sem fjöldi hefur safnast saman og notið afþreyingar dag eftir dag, viku eftir viku. Verslun og veitingarekstur hefur og verið með albesta móti. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að birta myndir af iðandi mannlífinu á þessu margumrædda torgi sem einnig var miðpunktur jólahalds og hátíðarviðburða um síðustu jól. Mannlífið það sem af er sumri hefur enda verið með eindæmum líflegt og myndirnar tala sínu máli. Rétt er í þessu samhengi að minna á enska málsháttinn: „If it ain't broke, don"t fix it!" Fiktum ekki í því sem ekki þarfnast viðgerðar. Óþarfa fikt eykur til muna hættuna á bilun. Okkar krafa er einföld: Látum Ingólfstorg í friði!
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar