AAA – með a.m.k. tíu plúsum Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar