Endurhæfing heyrnarskertra Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun