Skuldakreppan skekur evrulöndin 15. ágúst 2012 11:00 Margir binda vonir við að Seðlabanki Evrópu ýti undir hagvöxt á evrusvæðinu á næstunni.NordicPhotos/AFP Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagkerfi evrusvæðisins dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við þann fyrsta. Örlítið meiri kraftur var í þýska og franska hagkerfinu en búist hafði verið við en landsframleiðsla í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Finnlandi dróst nokkuð saman. Rétt eins og á evrusvæðinu dróst hagkerfi Evrópusambandsins (ESB) saman um 0,2% miðað við ársfjórðunginn á undan. Þátttakendur í evrunni eru sautján af 27 ríkjum ESB. Þetta leiða bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu ESB, í ljós. Til samanburðar var 0,4% hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi og á sama tímabili var 0,3% hagvöxtur í Japan. Hagstofa Íslands mun í september birta tölur yfir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Aukin fjárfesting og einkaneysla voru aflvakar hagvaxtarins í Þýskalandi sem mældist 0,3% á öðrum ársfjórðungi en spár höfðu bent til 0,1% vaxtar. Búist hafði verið við samdrætti í Frakklandi á ársfjórðungnum en í reynd stóð stærð hagkerfisins í stað. Þá var 0,2% hagvöxtur í Hollandi sem var jafnframt nokkru meira en spár höfðu gert ráð fyrir. Þrátt fyrir meiri þrótt í hagkerfum Þýskalands, Frakklands og Hollands telja sumir hagfræðingar nýju hagtölurnar benda til þess að skuldakreppan í Suður-Evrópu sé að læsa klónum í sum ríkja Norður-Evrópu. Til marks um það skrapp finnska hagkerfið saman um 1,0% á öðrum ársfjórðungi. Niðursveiflan í Grikklandi sýnir enn ekki merki þess að vera að ganga niður en þar í landi mældist samdráttur 6,2% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Þá var neikvæður hagvöxtur á Ítalíu og á Spáni upp á 2,5% og 1,0% á ársgrundvelli í hvoru landinu fyrir sig.- mþl
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira