Kosningalögum verður breytt Ögmundur Jónasson skrifar 30. júlí 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðuneytisins á kosningalögunum. Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 28. júní síðastliðinn áður en forsetakosningin fór fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki verið breytt og beðist á því afsökunar. Jafnframt hét ég því afdráttarlaust að ég myndi beita mér fyrir breytingu á lögum þegar í haust. Það loforð er hér með áréttað. Mun ég leita samráðs við Öryrkjabandalag Íslands við smíði frumvarpsins. Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið um þetta efni birti ég hér að neðan yfirlýsinguna sem ég sendi frá mér í júní: ?Fyrir kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 kom fram krafa af hálfu Blindrafélagsins um að einstaklingar sem þyrftu aðstoðar við í kjörklefanum gætu fengið aðstoðarmann að eigin vali sér til hjálpar í stað þess að fá aðstoð í einrúmi frá fulltrúa kjörstjórnar sem bundinn væri þagnarheiti eins og kveðið er á um í lögum. Var þessi krafa m.a. gerð með skírskotun til þess hve þessar kosningar væru frábrugðnar hefðbundnum kosningum. Á þessum tíma var ég ábyrgur fyrir framkvæmd kosningarinnar sem ráðherra dómsmála á sama hátt og ég er nú gagnvart framkvæmd forsetakosninganna sem innanríkisráðherra. Niðurstaða mín varð sú fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings að ráðuneytið, með skírskotun til 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sendi frá sér tilkynningu tíu dögum fyrir kjördag til kjörstjóra vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar um að blindir kjósendur mættu koma með aðstoðarmann að sínu vali til þess að fylla út kjörseðilinn. Jafnframt sendi ráðuneytið frá sér aðra tilkynningu daginn fyrir kjördag um að blindum, sjónskertum og þeim sem ekki gætu fyllt út kjörseðil með eigin hendi væri heimilt að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðarmaðurinn mundi undirrita sérstakt heiti hjá kjörstjóra og því væri ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar væri einnig viðstaddur í kjörklefanum. Rökin fyrir þessum tilkynningum ráðuneytisins voru þau að um gjörólíka kosningu væri að ræða miðað við hefðbundnar kosningar hér á landi t.d. hvað varðar fyrirkomulag, mikinn fjölda frambjóðenda og flókins kjörseðils. Þessi niðurstaða þótti ásættanleg af hálfu flestra hlutaðeigandi og leit ég svo á að þessi tilhögun gæti haldist áfram. Þetta skýrir andvaraleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax til að nálgast þau markmið sem Blindrafélagið og fleiri vildu ná og ég fyrir mitt leyti er sammála. Eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosningarnar til stjórnlagaþings með ákvörðun sinni 25. janúar 2011 en þar kom skýrt fram að það væri ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd kosninga. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er kveðið á um að ákvæði laga um kosningar til Alþingis gildi við forsetakosningar. Í síðarnefndu lögunum er kveðið á um hvernig veita megi fötluðum aðstoð í forsetakosningum. Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim lagaákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum. Í haust mun ég þegar í þingbyrjun leggja fram frumvarp þessu til breytingar og hafa til hliðsjónar breytingar sem Danir og Svíar hafa gert á sínum kosningalögum til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þeir einir Norðurlandaþjóðanna hafa fullgilt samninginn. Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðuneytisins á kosningalögunum. Það breytir því ekki að ég tel baráttu Öryrkjabandalags Íslands reista á réttmætum forsendum eins og fram kom í yfirlýsingu sem ég sendi frá mér 28. júní síðastliðinn áður en forsetakosningin fór fram. Þar kemur fram hvernig á því stendur að lögum hafði ekki verið breytt og beðist á því afsökunar. Jafnframt hét ég því afdráttarlaust að ég myndi beita mér fyrir breytingu á lögum þegar í haust. Það loforð er hér með áréttað. Mun ég leita samráðs við Öryrkjabandalag Íslands við smíði frumvarpsins. Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið um þetta efni birti ég hér að neðan yfirlýsinguna sem ég sendi frá mér í júní: ?Fyrir kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 kom fram krafa af hálfu Blindrafélagsins um að einstaklingar sem þyrftu aðstoðar við í kjörklefanum gætu fengið aðstoðarmann að eigin vali sér til hjálpar í stað þess að fá aðstoð í einrúmi frá fulltrúa kjörstjórnar sem bundinn væri þagnarheiti eins og kveðið er á um í lögum. Var þessi krafa m.a. gerð með skírskotun til þess hve þessar kosningar væru frábrugðnar hefðbundnum kosningum. Á þessum tíma var ég ábyrgur fyrir framkvæmd kosningarinnar sem ráðherra dómsmála á sama hátt og ég er nú gagnvart framkvæmd forsetakosninganna sem innanríkisráðherra. Niðurstaða mín varð sú fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings að ráðuneytið, með skírskotun til 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sendi frá sér tilkynningu tíu dögum fyrir kjördag til kjörstjóra vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar um að blindir kjósendur mættu koma með aðstoðarmann að sínu vali til þess að fylla út kjörseðilinn. Jafnframt sendi ráðuneytið frá sér aðra tilkynningu daginn fyrir kjördag um að blindum, sjónskertum og þeim sem ekki gætu fyllt út kjörseðil með eigin hendi væri heimilt að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðarmaðurinn mundi undirrita sérstakt heiti hjá kjörstjóra og því væri ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar væri einnig viðstaddur í kjörklefanum. Rökin fyrir þessum tilkynningum ráðuneytisins voru þau að um gjörólíka kosningu væri að ræða miðað við hefðbundnar kosningar hér á landi t.d. hvað varðar fyrirkomulag, mikinn fjölda frambjóðenda og flókins kjörseðils. Þessi niðurstaða þótti ásættanleg af hálfu flestra hlutaðeigandi og leit ég svo á að þessi tilhögun gæti haldist áfram. Þetta skýrir andvaraleysi mitt gagnvart nauðsyn lagabreytinga strax til að nálgast þau markmið sem Blindrafélagið og fleiri vildu ná og ég fyrir mitt leyti er sammála. Eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosningarnar til stjórnlagaþings með ákvörðun sinni 25. janúar 2011 en þar kom skýrt fram að það væri ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd kosninga. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands er kveðið á um að ákvæði laga um kosningar til Alþingis gildi við forsetakosningar. Í síðarnefndu lögunum er kveðið á um hvernig veita megi fötluðum aðstoð í forsetakosningum. Ljóst er að það er ekki á færi ráðherra að víkja þeim lagaákvæðum til hliðar. Slíkt gæti valdið ógildi kosninganna. Af þessum sökum er því miður ekki unnt að verða við kröfum um að fatlað fólk sem þarf aðstoðar við í kjörklefa fái þá aðstoð á annan hátt en skilgreint er í lögum. Í haust mun ég þegar í þingbyrjun leggja fram frumvarp þessu til breytingar og hafa til hliðsjónar breytingar sem Danir og Svíar hafa gert á sínum kosningalögum til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þeir einir Norðurlandaþjóðanna hafa fullgilt samninginn. Af þessu tilefni vil ég biðja fatlaða sem telja nú á sér brotið afsökunar á því að lögunum hafi ekki þegar verið breytt en framangreint er skýring á því hvers vegna málum er háttað eins og raun ber vitni.?
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun