Ólympíuleikarnir eins og jólin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 27. júlí 2012 08:00 Hér er íslenska sundfólkið á leikunum, talið frá vinstri: Eva Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Árni Már Árnason, Jakob Jóhann Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Mynd/Valli ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn. Sund Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira
ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn.
Sund Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira