Ólympíuleikarnir eins og jólin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 27. júlí 2012 08:00 Hér er íslenska sundfólkið á leikunum, talið frá vinstri: Eva Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Árni Már Árnason, Jakob Jóhann Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Mynd/Valli ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn. Sund Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn.
Sund Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira