Pawel Bartoszek svarað Ögmundur Jónasson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar