Samhengi hlutanna Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum. En það samhengi sem mig langar til þess að setja þessa EINU arðgreiðslu í er umsókn Íslands að ESB. Hún er nefnilega talin kosta álíka upphæð og þessi arðgreiðsla Vinnslustöðvarinnar fyrir árið 2011, eða um 950 milljónir króna. Samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins. Andstæðingar aðildar kvarta og kveina yfir því hvað þetta sé ofboðslega dýrt ferli og að landið hafi ekki efni á því. Sumir fara með fullkomið fleipur og tala um milljarða! En það er augljóst mál að bara eitt íslenskt útgerðarfyrirtæki gæti borgað úr eigin vasa fjölmargar aðildarumsóknir að ESB, og án þess að það kæmi niður á rekstri fyrirtækisins! Til dæmis Vinnslustöðin. Verði af aðild Íslands að ESB er nánast borðleggjandi að kostnaður íslensks atvinnulífs og almennra borgara mun lækka, í formi lægri vaxta. Vextir á Íslandi hafa til fjölda ára verið tvöfalt hærri á við Evrópu. Í því samhengi er rætt um tugi milljarða króna árlega, sem myndu væntanlega sparast. Vinnslustöðin í Eyjum myndi líka græða á því! Eins og alkunna er, þá eru útvegsmenn Íslands nær alfarið á móti aðild Íslands að ESB, m.a. vegna ótta þeirra við að auðlindin verði tekin af Íslendingum (þeim?), en það er hræðsluáróður sem stenst ekki skoðun. Til að koma þessu sjónarmiði á framfæri keyptu útgerðarmenn fjölmiðilinn Morgunblaðið. Varla líður sú vika að ekki sé hamrað á því í blaðinu hvað ESB sé nú slæmt og hræðilegt. Mörg útgerðarfélög gera hins vegar upp ársreikninga sína upp í evrum (stöðug og alþjóðleg mynt) og sum þeirra hafa jafnvel stungið upp á því að taka einhliða upp evru. Svona er nú margt skrýtið í henni veröld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum. En það samhengi sem mig langar til þess að setja þessa EINU arðgreiðslu í er umsókn Íslands að ESB. Hún er nefnilega talin kosta álíka upphæð og þessi arðgreiðsla Vinnslustöðvarinnar fyrir árið 2011, eða um 950 milljónir króna. Samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins. Andstæðingar aðildar kvarta og kveina yfir því hvað þetta sé ofboðslega dýrt ferli og að landið hafi ekki efni á því. Sumir fara með fullkomið fleipur og tala um milljarða! En það er augljóst mál að bara eitt íslenskt útgerðarfyrirtæki gæti borgað úr eigin vasa fjölmargar aðildarumsóknir að ESB, og án þess að það kæmi niður á rekstri fyrirtækisins! Til dæmis Vinnslustöðin. Verði af aðild Íslands að ESB er nánast borðleggjandi að kostnaður íslensks atvinnulífs og almennra borgara mun lækka, í formi lægri vaxta. Vextir á Íslandi hafa til fjölda ára verið tvöfalt hærri á við Evrópu. Í því samhengi er rætt um tugi milljarða króna árlega, sem myndu væntanlega sparast. Vinnslustöðin í Eyjum myndi líka græða á því! Eins og alkunna er, þá eru útvegsmenn Íslands nær alfarið á móti aðild Íslands að ESB, m.a. vegna ótta þeirra við að auðlindin verði tekin af Íslendingum (þeim?), en það er hræðsluáróður sem stenst ekki skoðun. Til að koma þessu sjónarmiði á framfæri keyptu útgerðarmenn fjölmiðilinn Morgunblaðið. Varla líður sú vika að ekki sé hamrað á því í blaðinu hvað ESB sé nú slæmt og hræðilegt. Mörg útgerðarfélög gera hins vegar upp ársreikninga sína upp í evrum (stöðug og alþjóðleg mynt) og sum þeirra hafa jafnvel stungið upp á því að taka einhliða upp evru. Svona er nú margt skrýtið í henni veröld.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar