Viðskipti erlent

Ásælast námur á Grænlandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske.

Á vefnum er því haldið fram að hópurinn sé reiðubúinn að veita sem svarar 320 milljörðum íslenskra króna í námuna.

Í námunni má finna ýmsar gerðir af málmum sem mikilvægir eru í hátækniiðnaði, en einnig er þar töluvert magn af úrani.

Málið þykir hápólitískt, því með fjárfestingunni yrði stór hluti af grænlensku hagkerfi háður erlendum fjárfestum. Einnig þykir málið vafasamt af öryggisástæðum vegna úransins.- ktg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×