Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi 22. júní 2012 13:00 Þeir Paul Hennessy og Ian Lawrence hafa unnið lengi við að elta stórstjörnur út um allan heim og eru nú að reyna að ná góðum myndum af Tom Cruise á meðan hann er staddur hér á landi ið tökur á Oblivion. Paul segir að helsta dyggð paparazzi-ljósmyndarans sé þolinmæði. „Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira
„Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir „paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum. „Við komum hingað í byrjun vikunnar en þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Íslands og við elskum náttúrufegurðina og þá sérstaklega birtuna. Það er yndislegt á Íslandi og okkur hefur verið vel tekið en við erum hérna fyrst og fremst til að græða peninga," segir Hennessy en þeir náðu fyrstu myndunum af Cruise á miðvikudagskvöldið er leikarinn kom heim eftir tökudag á Mývatnsöræfum. Hennessy kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd. „Maður ferðast mikið í þessu starfi og upplifir miklar andstæður – það var 32 stiga hiti í Tyrklandi og hér á Akureyri eru 12 stig núna." Ljósmyndararnir vinna báðir á eigin vegum og selja myndir sínar svo til alþjóðlegra fréttaveita og myndabanka. Hennessy hefur verið í þessu starfi í fimmtán ár og líkar vel. Þeir hafa áður tekið myndir af Cruise og fjölskyldu hans en Lawrence náði góðri mynd af leikaranum er hann giftist eiginkonu sinni, Katie Holmes, á Ítalíu og seldi á 100 þúsund dali, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. „Það er meðalverð fyrir góða fréttamynd. Ég fékk svipaða upphæð fyrir myndir sem ég tók af Brad Pitt og Angelinu Jolie í fríi í Afríku fyrir nokkrum árum," segir Hennessy sem viðurkennir að maður verði að hafa þykkan skráp í starfinu enda eru þeir vanir að kljást við öryggisverði. „Ég held að ég hafi komið í flest fangelsi í heiminum en þegar allt kemur til alls eru þetta bara ljósmyndir — ekki glæpur aldarinnar." Hennessy og Lawrence stefna á að dvelja á landinu fram í byrjun júlí og ætla að sjálfsögðu að reyna að ná myndum af 50 ára afmælisveislu Cruise þann 3. júlí, ef af henni verður. „Enn er ekkert staðfest um hvernig hann heldur upp á afmælið en ef það verður veisla þá verðum við á staðnum að taka myndir." alfrun@frettabladid.is
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira