Stífna upp og tapa hraða í sprettunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 08:00 Helga Margrét tekur hér á því með kúluna á æfingu í gær. Mynd/Daníel Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira