Grænt og blátt hagkerfi 20. júní 2012 07:00 Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsaflsvirkjunum. fréttablaðið/afp Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira