Grænt og blátt hagkerfi 20. júní 2012 07:00 Þjóðir heims reyna nú að komast að samkomulagi um umhverfismál í víðum skilningi í Ríó. Fjöldi mótmælenda kemur málstað sínum á framfæri. Hér dansa frumbyggjar fyrir framan Þróunarbanka Brasilíu til að mótmæla vatnsaflsvirkjunum. fréttablaðið/afp Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Engar líkur eru á lagalega bindandi samkomulagi á ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í dag. Tuttugu árum eftir loftslagsráðstefnuna í Ríó hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda aldrei verið meiri.Hverjar eru væntingarnar til Ríó + 20? Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun hefst í Brasilíu í dag undir heitinu Ríó + 20. Yfirskriftin vísar til þess að nú eru tuttugu ár síðan loftslagsráðstefna SÞ í Ríó fór fram, þar sem var í fyrsta skipti tekið á hlýnun jarðar. Síðan ráðstefnan fór fram fyrir 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og það sem verra er hefur miklu magni gróðurhúsalofttegunda verið blásið út í andrúmsloftið. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur aldrei farið jafn mikið af þeim efnum út í andrúmsloftið. Síðan þjóðir heims komu saman í Ríó árið 1992 hefur mikið verið reynt að ná fram samningum sem binda hendur þjóða heims varðandi útblásturinn. Það hefur gengið illa. Í raun er eini samningurinn sem hefur náð þeirri stöðu Kyoto-bókunin, sem samþykkt var árið 1997, um að varna því að koma í veg fyrir að útblástur hefði skaðleg áhrif á hlýnun jarðar. Sú bókun var þó ekki bindandi og illa gekk að fá ríki til að staðfesta hana. Hún er nú runnin úr gildi.Grænt hagkerfi Engar vonir standa til þess að lagalega bindandi samningur náist nú í Brasilíu. Mikilvægi ráðstefnunnar liggur í því hvernig tekst að þoka málum áfram, málum sem síðar verður samið um. Græna hagkerfið verður áberandi í Ríó, en með því er átt við að unnið verði að sjálfbærri þróun á umhverfisvænan hátt. Rétt er að minna á að hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar eru sú efnahagslega, félagslega og umhverfislega. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á græna hagkerfið, en illa hefur gengið að vinna því sess í bindandi samningum.Bláa hagkerfið Málefni hafsins verða áberandi á ráðstefnunni og hafa þau stundum verið nefnd bláa hagkerfið. Verndun heimshafanna mun fá forgang í samþykktum ráðstefnunnar í Brasilíu og hafa heimamenn tekið að sér að stýra viðræðum þar um. Tekið verður á þeim ógnum sem steðja að fiskistofnum, vistkerfi og líffræðilegri fjölbreytni í hafinu. Sú áhersla mun trauðla rata inn í lagalega bindandi texta, en verður til þess að auka mikilvægi málaflokksins í komandi samningaviðræðum.Áherslur Íslands Ísland hefur sett fjögur mál í forgang; endurnýjanlega orku, málefni hafsins, jafnréttismál og landgræðslu og landnýtingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra situr ráðstefnuna. Komið er inn á öll þessi forgangsmál í tillögu að niðurstöðuskjali ráðstefnunnar.kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira