Brúkum bekkina Unnur Pétursdóttir skrifar 15. júní 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Unnur Pétursdóttir Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk!
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun