Að þurfa að hefna Pawel Bartoszek skrifar 15. júní 2012 06:00 Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn var Plútó pláneta. Svo fóru að finnast hnettir sem voru svipaðir að stærð og Plútó, t.d. Eris. Vísindamennina grunaði að mjög margir slíkir hnettir gætu verið til. Það var ekki hægt að láta grunnskólabörn læra nöfn þeirra allra. Menn bjuggu því til nýja skilgreiningu á plánetum og afplánetuðu Plútó. Það var ekkert sem breyttist hjá Plútó. Hin gengisfelldi reikihnöttur er hér áfram á sinni sporöskjulaga og hallandi braut umhverfis sólina. Umræðan um Plútó snerist því frekar um gerð kennsluefnis fremur en einhverja merkilega stjörnufræði. Við vitum að í geimnum eru hnettir sem eru einn metri á breidd og aðrir sem eru milljón sinnum breiðari. Við köllum suma þeirra loftsteina en hina plánetur. Þar á milli eru einhverjir aðrir flokkar. Einhvern veginn vilja menn geta ákveðið í hvaða flokk hver hnöttur fellur og stundum verður flokkunin svolítið gervileg. En þetta er auðvitað bara flokkun. Grænland er eyja en Ástralía er álfa. Fólk með BMI stuðulinn 29,9 telst vera í yfirvigt, en þeir sem hafa BMI stuðulinn 30,1 eru komnir í offituflokkinn. Menn eru börn 17 ára en fullorðnir 18 ára. Menn eru alltaf að reyna að raða hlutum á óendanlegu, samfelldu rófi í endanlega margar skúffur. Sum þessara flokkunarvandamála kunna að virðast háheimspekileg og forvitnileg í fyrstu en í raun eru þau ekkert merkilegri en verkefnið sem bókasafnsvörður stendur frammi fyrir þegar hann þarf finna bók réttan stað í safninu. Engu að síður er það svo að svör við þessum flokkunarspurningum hafa oft afleiðingar. Í réttarkerfinu skiptir til dæmis miklu máli hve gamlir menn eru þegar þeir brjóta af sér eða hvort þeir séu „heilir á geði". Út frá því má sjá að hugmyndir okkar um refsingar byggjast á þeim forsendum að fólk hafi frjálsan vilja en geti misst hann, varanlega eða tímabundið, og stjórni þá ekki gjörðum sínum. Vandinn er hins vegar sá að miðað við það sem við vitum um heiminn þá er heilinn okkar einfaldlega mjög flókið net af frumum sem samsettar eru úr atómum, og allt þetta stjórnast af lögmálum eðlisfræðinnar. Það er sem sagt eitthvað samspil af eðlisfræðilegum ferlum í heilanum sem veldur því að einn maður ákveður að taka þátt í maraþoni meðan annar fer að plana morð. Stundum skiljum við þessi ferli í heilanum eitthvað en oftast gerum við það ekki. Kannski að spurningin um meinta geðveiki sakborninga snúist aðallega um það hve vel við skiljum heilastarfsemi þeirra. Ef við teljum okkur vita hvað það er sem fær þá til að haga sér eins og þeir gera getum við reynt að hjálpa þeim, annars læsum við þá allavega inni svo þeir í það minnsta skaði ekki annað fólk. Það að hjálpa mönnum að snúa af villu vegar og verja samfélagið gegn þeim sem það ekki gera eru góð markmið fyrir réttargæslukerfið. Á tímum þegar reiðin er hvað mest er hvers kyns hefndarrökum jafnan bætt við og sá sem þetta skrifar hefur því miður ekki verið saklaus af slíku. Atburðir eins og fjöldamorðin í Útey draga ekki alltaf fram það besta í fólki. Þörfin til að hefna sín er náttúruleg hvöt en er, í ljósi þess sem við vitum um alheiminn, ekki sérlega rökrétt. Ef heilinn er einfaldlega flókið net ætti það auðvitað að vera langtímamarkmið vísindamanna okkar að skilja þau ferli sem í honum eiga sér stað og nýta þá vitneskju til að hjálpa fólki að hætta að meiða aðra. Það er margfalt skynsamlegra en að stefna að því að menn sem gerðu eitthvað rangt hafi það skítt sem lengst. Þegar reiðin og hefndarþörfin rísa hátt verður krafan um þyngri dóma hávær. En í þeirri umræðu má ekki gleyma því að það er ekkert gefið að þeir sem sitja lengi í fangelsi komi út meira bættir en þeir sem stoppa þar stutt. Gleymum því ekki að Ísland hefur lengi verið eitt af öruggustu löndum heims. Þrátt fyrir meinta linkind við afbrotamenn.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun