Laun bæjarstjóra hækkuðu um 3,5% Ármann Kr. Ólafsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þá ákvörðun bæjarráðs Kópavogs að afnema rúmlega þriggja ára frystingu launa allra bæjarfulltrúa og tengja þau aftur við þingfararkaup, sem samþykkt var af fulltrúum allra flokka, hefur því verið haldið á lofti að heildarlaun bæjarstjóra Kópavogs hafi um leið verið hækkuð um 23%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs hækkuðu um 3,5% þann 1. mars sl., samkvæmt ákvörðun kjararáðs, eins og laun allra þeirra sem undir kjararáð heyra svo sem laun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Í janúar 2009 voru laun bæjarfulltrúa lækkuð um 10% en jafnframt voru þau aftengd þingfararkaupi. Með því vildu bæjarfulltrúar taka á sig kjaraskerðingu eins og aðrir í samfélaginu. Síðan þá hafa launin staðið óhreyfð, með tíu prósenta lækkuninni, á meðan aðrir sambærilegir hópar, eins og til dæmis þingmenn, hafa fengið sínar lækkanir til baka og vel það í þremur áföngum, nú síðast 1. mars sl. Eftir ákvörðun bæjarráðs nú í apríl eru laun bæjarfulltrúa aftur 27% af þingfararkaupi. Það þýðir í krónum talið að laun fyrir setu í bæjarstjórn urðu frá og með 1. mars 164.752 kr. á mánuði en voru 133.928 kr. Fyrr á þessu ári höfðu gengið til baka launalækkanir stjórnenda bæjarins. Þetta þýðir með öðrum orðum að laun bæjarfulltrúa í Kópavogi voru fyrst til að lækka eftir hrun og síðust til að ganga til baka eftir hrun. Grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. júní 1.127.821 kr. ef með er talinn bifreiðastyrkur en þau hækkuðu um 3,5%, eins og áður sagði í mars. Þess má geta að grunnlaun bæjarstjóra Kópavogs voru 1. janúar 2009 1.080.774 kr. Auk bæjarstjóralauna fær bæjarstjóri Kópavogs, samkvæmt venju, greitt fyrir setu í nefndum og ráðum, og núna fyrir bæjarráð, bæjarstjórn og hafnarstjórn. Eru heildarlaunin þegar það er talið með því 1.496.988 krónur. Samtals hafa því heildarlaunin hækkað um 4,4 % á u.þ.b. þremur árum eða frá 1. janúar 2009.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar