Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Hjalti Andrason skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun