Tímamót í fangelsismálum Ögmundur Jónasson skrifar 6. júní 2012 06:00 Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi eða „letigarð fyrir slæpingja og landshornamenn" eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma. Í ríflega hálfa öld hefur staðið til að byggja nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Um 1960 var Valdimar Stefánssyni sakadómara falið að gera tillögur að nýju fangelsi við Úlfarsá en þau áform dagaði uppi. Síðan hefur saga fangelsisbyggingarmála verið langdregin og einkennst af skýrslugerð, úttektum, athugunum og umræðum um ákjósanlega staðsetningu. Staða fangelsismála á Íslandi hefur meðal annars verið gagnrýnd í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi en þar er nefnt að elstu fangelsi okkar standist ekki nútímakröfur, biðlisti eftir fangelsisvist sé of langur og að ekki sé hugað nógu vel að stöðu kvenfanga og ungra afbrotamanna innan fangelsiskerfisins. Í gær kynnti dómnefnd, sem hafði það hlutverk að velja tillögu að undangenginni arkitektasamkeppni, niðurstöðu sína. Það var arkitektastofan Arkís sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína að nýju fangelsi. Byggingin er látlaus og einföld og skapar góð skilyrði til afplánunar refsinga. Nýja fangelsið leysir af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi en gert er ráð fyrir að 56 fangar geti verið í hinni nýju byggingu. Sérdeild verður fyrir konur og hugað sérstaklega að þörfum þeirra. Framkvæmdir eiga að geta hafist fyrri hluta árs 2013 og fangelsið síðan tekið í notkun 2015. Á sama tíma verður lögð niður starfsemin í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og Kópavogsfangelsi. Með byggingu þessa nýja fangelsis verður brotið blað í sögu fangelsismála á Íslandi og um leið og ég þakka dómnefnd fyrir vel unnin störf óska ég okkur öllum til hamingju með þennan áfanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi eða „letigarð fyrir slæpingja og landshornamenn" eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma. Í ríflega hálfa öld hefur staðið til að byggja nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Um 1960 var Valdimar Stefánssyni sakadómara falið að gera tillögur að nýju fangelsi við Úlfarsá en þau áform dagaði uppi. Síðan hefur saga fangelsisbyggingarmála verið langdregin og einkennst af skýrslugerð, úttektum, athugunum og umræðum um ákjósanlega staðsetningu. Staða fangelsismála á Íslandi hefur meðal annars verið gagnrýnd í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi en þar er nefnt að elstu fangelsi okkar standist ekki nútímakröfur, biðlisti eftir fangelsisvist sé of langur og að ekki sé hugað nógu vel að stöðu kvenfanga og ungra afbrotamanna innan fangelsiskerfisins. Í gær kynnti dómnefnd, sem hafði það hlutverk að velja tillögu að undangenginni arkitektasamkeppni, niðurstöðu sína. Það var arkitektastofan Arkís sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína að nýju fangelsi. Byggingin er látlaus og einföld og skapar góð skilyrði til afplánunar refsinga. Nýja fangelsið leysir af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi en gert er ráð fyrir að 56 fangar geti verið í hinni nýju byggingu. Sérdeild verður fyrir konur og hugað sérstaklega að þörfum þeirra. Framkvæmdir eiga að geta hafist fyrri hluta árs 2013 og fangelsið síðan tekið í notkun 2015. Á sama tíma verður lögð niður starfsemin í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og Kópavogsfangelsi. Með byggingu þessa nýja fangelsis verður brotið blað í sögu fangelsismála á Íslandi og um leið og ég þakka dómnefnd fyrir vel unnin störf óska ég okkur öllum til hamingju með þennan áfanga.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun