Ný barnalög í augsýn Ögmundur Jónasson skrifar 5. júní 2012 06:00 Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun