

Til borgarfulltrúa Besta flokksins
Mér datt ekki í hug að maður eins og Einar Örn Benidiktsson, sem ég hef séð rokka pakkfullan Nasa með Ghostigital þar sem svitinn lak af súlunum, myndi láta þetta óáreitt. Ég hugsaði með mér að Óttar Proppé, sem hefur komið fram þar ótal sinnum með Ham, Dr. Spock, Rassi og Diskóeyjunni, hlyti að gera sér grein fyrir mikilvægi staðarins fyrir íslenskt tónlistarlíf. Kalli baggalútur hefur einnig verið fastagestur á sviðinu í þessum frábæra og fallega tónleikasal. Ef Besti flokkurinn hefði ekki verið í borgarstjórn hefði ég ekki beðið þetta lengi með að stinga niður penna. En enginn af ykkur hefur hins vegar staðið undir væntingum mínum og lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins. Harpan er frábært tónleikahús en er engan veginn sambærileg við Nasa, hvorki þegar kemur að svitamettaðri rokk- og klúbbastemningu eða verði á leigu fyrir íslenska tónlistarmenn sem seint verða taldir ofaldir. Þetta ættuð þið að vita.
Ég hef ekki nógu miklu þekkingu á lögum og reglum um deiliskipulag til að geta rætt það í þaula, en ef hægt var að koma í veg fyrir þessi áform fyrir þremur árum þá er það hægt núna. Hins vegar hef ég nógu sterkan siðferðisáttavita til að gera mér grein fyrir því að það sé í hæsta máta óeðlilegt að eigandi lóðarinnar fjármagni samkeppni og sitji jafnframt í dómnefnd sem á að ákvarða skipulag svæðisins. Þar mætast pólitíkin og verktakaveldið opinberlega í innilegu faðmlagi og er það til skammar. Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar um er að ræða eina elstu og fallegustu byggð borgarinnar sem ætti að vera skipulögð út frá fagurfræði og hagsmunum almennings, ekki verktaka.
Þið sögðust ætla að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Hvað er skemmtilegt við risahótel sem gnæfir yfir Austurvelli? Hvernig getur það gert borgina skemmtilegri að loka einum vinsælasta tónleika- og samkomustað hennar og um leið skera í burtu hryggjarstykkið í Iceland Airwaves-hátíðinni? Fólk eins og ég kaus ykkur m.a. til að standa í vegi fyrir því að kúltúrlausir blýantsnagarar leyfi verktakaveldinu að valta yfir menningarverðmæti. Páll Óskar sagðist mundu hlekkja sig við vinnuvélarnar þegar þær mæta í niðurrifið. Það er mín einlæga von að þið stoppið þetta ferli áður en komið er á það stig. Að öðrum kosti þarf ég að verða mér úti um keðjur.
Tengdar fréttir

Til kjósenda
Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna.

Hótel Godzilla
Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf.
Skoðun

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar