Erlent

Tenging milli matarvenja og sykursýki

Hægðu á þér Tenging er á milli matarvenja og tegundar 2 af sykursýki. Þeir sem borða hratt eru líklegri til að þróa með sér sjúkdóminn.
Hægðu á þér Tenging er á milli matarvenja og tegundar 2 af sykursýki. Þeir sem borða hratt eru líklegri til að þróa með sér sjúkdóminn.
Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology.

Tegund 2 af sykursýki leggst fyrst og fremst á fullorðna sem oft hafa sterka ættarsögu en rannsóknin sýnir að fólk er borðar hratt sé einnig í hættu á að þróa með sér sjúkdóminn. „Þeir sem þjást tegund 2 af sykursýki verða sífellt fleiri og það er mikilvægt að finna og skilja þætti sem geta minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér sjúkdóminn," sagði Dr. Lina Radzeviciene.

Vísindamenn fylgdust með matarvenjum 486 manns sem áttu það sameiginlegt að þjást ekki af sykursýki sem og matarvenjum 234 manns er nýlega höfðu greinst með sjúkdóminn. Allir svöruðu spurningalista um matarvenjur sínar og komust vísindamenn að því að tenging væri milli matarvenja og sjúkdómsins. Við gerð rannsóknarinnar var þó tekið tillit til þátta á borð við reykinga, menntunar og þyngdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×