Ólína, berðu í borðið! Lýður Árnason skrifar 15. maí 2012 06:00 Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmaður þingsins fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinnar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrumvarp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheimildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerðir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða ríkisstjórn sama sinnis að vera endurkosin þrisvar til að geta framfylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa einskorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frumvarpið gerir ráð fyrir 20 ára nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnarskrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimiðanna er þeim fengin einokunaraðstaða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, einmitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frumvarpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eignarhaldi heldur tímabundnum nýtingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnarflokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt marklaust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkisstjórnar í forhertri mynd og afhendir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun