Fékk þrettánfalt matsverð fyrir hlut í Aurum Holding 1. maí 2012 06:00 Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnar Glitnis sem rekur málið. Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008. Aurum Holding málið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Rúmlega fjórðungshlutur í breska félaginu Aurum Holding, sem Glitnir lánaði FS38 ehf. sex milljarða króna til að kaupa í júlí 2008, var 464 milljóna króna virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Því var kaupverðið þrettánfalt raunvirði hlutarins. Þetta er niðurstaða dómkvaddra matsmanna í skaðabótamáli sem slitastjórn Glitnis rekur gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis. Í málinu eru hinir stefndu sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008, en öll lánsupphæðin tapaðist á endanum og bar þrotabú Glitnis allt tapið. Jón Ásgeir og Pálmi fengu hvor sinn milljarðinn af lánsfénu til ráðstöfunar en fjórir milljarðar fóru í að greiða niður lán Fons. Í lok mars 2011 voru Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði og fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, og Bjarni Frímann Karlsson, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, kvaddir til sem matsmenn í málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að matsmennirnir hafi komist að því að virði hlutarins sem FS38 greiddi sex milljarða króna fyrir hafi verið á bilinu 0 til 929 milljónir króna. Niðurstaða þeirra sé því að eðlilegt mat á hlutnum sé mitt á milli efri og neðri marka matsins, eða 464 milljónir króna. Matsmennirnir hafa nú lokið við að meta markaðsverðmæti hlutarins og verður skýrsla þeirra lögð fyrir við fyrirtöku á miðvikudag, þann 2. maí. Málsvörn hinna stefndu í málinu hefur meðal annars verið sú að snemma árs 2008 hafi Kaupþing haft milligöngu um að kynna fulltrúa Damas Jewellery í Dubai, stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, fyrir forsvarsmönnum Baugs, félags sem Jón Ásgeir var ráðandi í. Í kjölfarið hafi Damas lýst yfir áhuga á að kaupa allan hlut Fons í Aurum og skrifað hafi verið undir óskuldbindandi tilboð um miðjan júní upp á um sex milljarða króna. Hinir stefndu telja að tilurð þess sýni hvaða verðmat lá til grundvallar í væntanlegum viðskiptum. Upp úr viðræðum við Damas slitnaði í október 2008.
Aurum Holding málið Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira