Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala 27. apríl 2012 06:00 Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun