Erlendir og innlendir vilja Magma-bréf 26. apríl 2012 06:00 Útrunnið Alterra, sem áður hét Magma, var með sérleyfi á því að kaupa skuldabréfið. Það rann út í febrúar og var ekki endurnýjað. Ross Beaty er stjórnarformaður Alterra og Ásgeir Margeirsson er einn aðstoðarforstjóra félagsins.fréttablaðið/gva Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Einn erlendur aðili og nokkrir innlendir aðilar, að mestu leyti lífeyrissjóðir, eru á meðal þeirra sem nú skoða að kaupa svokallað Magma-skuldabréf af Reykjanesbæ, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaða í málinu gæti legið fyrir á allra næstu vikum. Alterra, sem áður hét Magma, undirritaði viljayfirlýsingu um að kaupa bréfið, sem félagið gaf sjálft út, 8. september í fyrra og fékk 160 daga til að ganga frá því. Sérleyfi Alterra á kaupunum samkvæmt viljayfirlýsingunni rann út um miðjan febrúar og var ekki endurnýjað. Reykjanesbær eignaðist umrætt skuldabréf þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009 og það er langstærsta seljanlega eign sveitarfélagsins. Bókfært virði þess samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var 5,9 milljarðar króna um síðustu áramót. Það er á gjalddaga 2016 og afborganir á því eru litlar fram að þeim tíma. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, höfuðstóll þess er verðtryggður og bundinn við vísitölu álvers. Í ársreikningnum segir að „ef skuldabréfið er framreiknað miðað við álverð í árslok 2011 væri höfuðstóllinn 7.906,8 milljónir króna sem væri með núvirðingu 7.370,9 milljónir króna en vegna varúðarsjónarmiða hefur sú hækkun ekki verið færð". Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir að bæjarstjórnin hafi leitað til nokkurra fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að selja bréfið öðrum en Alterra eftir að sérleyfi þeirra rann út. Á meðal þeirra eru Íslandsbanki og Virðing. Hann segir bæjarstjórnina vera að ræða ýmsar leiðir í málinu. „Það eru aðilar áhugasamir um kaup á bréfinu. Það eru ýmsar leiðir í því. Það eru allir mjög bjartsýnir á að þetta sé mjög gott bréf. Það eru nokkrir aðilar að skoða sölu á því fyrir okkur." Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir félagið ekki útiloka að kaupa bréfið þó að sérleyfi þess á þeim kaupum hafi runnið út. Ef viðeigandi lausn finnist þá geti kaupin enn gengið eftir. Reykjanesbær er í ábyrgð fyrir gríðarlegum skuldum Reykjaneshafnar. Í endurskipulagningu á skuldum hafnarinnar í fyrra skuldbatt Reykjanesbær sig til að hlíta nokkrum skilmálum sem tilgreindir eru í ársreikningi bæjarins. Á meðal þess sem þar kemur fram er að „ef Reykjanesbær selur, eða veðsetur eignarhlut sinn í HS Veitum hf. og/eða fær greitt af skuldabréfi útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. þá fær Reykjaneshöfn 25% af þeim fjárhæðum í formi víkjandi láns frá Reykjanesbæ". thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira