Sér eftir látalátum við geðlækna 26. apríl 2012 01:30 Frá réttarsal í Ósló Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum og lögreglumanni.nordicphotos/AFP „Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
„Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent