Búinn að keyra hátt í 40 þúsund kílómetra í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. apríl 2012 06:00 Guðmundur leggur mikið á sig til þess að spila körfubolta í Þorlákshöfn. fréttablaðið/valli „Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur." Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
„Ég keyri nánast á hverjum einasta degi. Það hafa nokkrir spurt mig að því hvort ég sé geðveikur en það munar mikið um Suðurstrandarveginn," sagði Þórsarinn Guðmundur Jónsson sem lætur sig ekki muna um að keyra 150 kílómetra nær daglega á æfingar og í leiki. Ferðin aðra leið er 75 kílómetrar. Hann keyrir frá Njarðvík yfir í Þorlákshöfn og alla jafna getur hann keyrt Suðurstrandarveginn sem er talsvert styttra en að keyra í gegnum höfuðborgina. „Suðurstrandarvegurinn er fínn en ég er einn og hálfan tíma ef ég þarf að fara í gegnum Reykjavík. Ef ég kemst Suðurstrandarveginn dugar mér að leggja af stað klukkutíma fyrir æfingu og ég er kominn tímanlega. Sá akstur tekur um 50 mínútur." Faðir Guðmundar fór yfir það á dögunum hversu mikið sonurinn væri búinn að keyra í vetur og tölurnar eru nokkuð sláandi. „Þetta er eitthvað í kringum 40 þúsund kílómetrar. Það er dágóður slatti og ansi margir klukkutímar í bílnum. Ég gef mér alveg rúma fjóra tíma á dag sem snúast um æfinguna," sagði Guðmundur en er hann ekkert orðinn þreyttur á þessu? „Þegar ég ákvað að spila með Þorlákshöfn ákvað ég að sleppa allri neikvæðri hugsun um aksturinn. Ef ég væri alltaf að hugsa um það væri ég löngu búinn að gefast upp á þessu. Ég ákvað að taka þessu á jákvæðan hátt og nýta tímann í bílnum til þess að hugsa um lífið og tilveruna." Guðmundur segist eðlilega spila svolítið tónlist á leiðinni en hann á það líka til að gleyma sér í hugsunum sínum. „Ég hef stundum uppgötvað þegar ég er að verða kominn á leiðarenda að ég hef ekkert kveikt á útvarpinu. Þá er ég bara í hugsunum og spá í hlutunum. Það er mjög fínt. Það hjálpar líka til að það er búið að ganga vel. Skemmtilegir strákar í liðinu og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar. Það hefur komið mér á óvart hvað þetta er auðvelt. Auðveldara en ég átti von á." Leikmaðurinn knái þorir ekki að skjóta á hvað hann sé búinn að fara með í bensín í vetur en segir að Þór komi til móts við hann í þeim efnum enda bensíndropinn orðinn ansi dýr. Guðmundur er aðeins með eins árs samning við Þór og hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann heldur áfram að keyra Suðurstrandarveginn næsta vetur. Í kvöld fer fram annar leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla. Þór tapaði fyrstu orrustunni og stefnir á hefndir í kvöld. „Við gerðum mörg mistök í fyrsta leiknum og varnarleikurinn okkar var óvenju slakur. Þeir skora ekki aftur rúmlega 90 stig gegn okkur."
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira