Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs 23. apríl 2012 06:30 Geir H. Haarde mun mæta fimmtán dómurum sem sæti eiga í Landsdómi í síðasta skipti í dag, þegar dómur verður kveðinn upp í máli sem Alþingi höfðaði á hendur honum.Fréttablaðið/GVA Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira