Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs 23. apríl 2012 06:30 Geir H. Haarde mun mæta fimmtán dómurum sem sæti eiga í Landsdómi í síðasta skipti í dag, þegar dómur verður kveðinn upp í máli sem Alþingi höfðaði á hendur honum.Fréttablaðið/GVA Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Dómur yfir Geir verður kveðinn upp í dag klukkan 14 í Þjóðmenningarhúsinu. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgjast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþingis. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síðastliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjórar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sameiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármálakreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuðunum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn málatilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðalmeðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira