Ég og Groucho Marx Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. apríl 2012 06:00 Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Jæja þá er að skella sér í sturtuna og koma sér í vinnufötin. Ætli brotið í buxunum sé ekki nógu stíft? Jú, þetta verður að duga. Hvað er nú á dagskrá í dag? Jú, eldri borgarar eru væntanlegir og ég þarf að ræða við þá um sögu Bessastaða. Síðan fer ég á sýningu nemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Úff, enn einn bissí dagurinn á Bessastöðum. Jæja, þetta var sosum rólegt í gær. Þá komu Sturla og Arngrímur og ræddu við mig um baráttu sína gagnvart fjármálafyrirtækjum. Ekki það að sá fundur var á við fjóra! Morgundagurinn er líka tiltölulega rólegur, setning Búnaðarþings og ekkert annað." hvern í veröldinni fýsir að eiga þá morgunstund sem lýst er hér að ofan? Þar er nokkrum skyldustörfum forsetans, sem lesa má um í dagskrá hans á heimasíðunni, skellt saman í áhugaverða daga. Tja, eða daga allavega. Samkvæmt dagskránni eru dagarnir ósköp svipaðir; forseti hittir þennan og hinn um þetta og hitt málið, er viðstaddur þennan og hinn viðburðinn og flytur þetta og hitt erindið. Einn til þrír viðburðir á dag virðist vera normið. senn líður að forsetakosningum og fagna því ýmsir að margir sækist eftir embættinu. Núverandi forseta finnst svo gaman í vinnunni að hann getur hreinlega ekki hætt. Og frambærilegasta fólk eyðir nú tíma sínum og peningum í að komast í starfið. Komast í þær aðstæður að líta yfir dagbók dagsins og sjá að vinnudagurinn ber í skauti sér opnun myndlistarsýningar og hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Súlnasalnum. groucho Marx sagði eitt sinn að hann neitaði að vera meðlimur nokkurs þess félags sem samþykkti hann sem meðlim. Mér verður oft hugsað til hans þessa dagana. Margt gott má um það fólk segja sem sækist eftir því að verða forseti Íslands. En það hefur allt einn galla; það sækist eftir því að verða forseti Íslands. það að vilja verða forseti Íslands er því í raun næg ástæða fyrir því að kjósa ekki viðkomandi. Líklega er best að finna þann sem síst vill verða forseti og skylda hann í djobbið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Dagur rennur upp og sólin skín á Álftanesið. Eftir endurnærandi svefn rumska ég og finn kaffiilm í loftinu. Það er gott að fara á fætur og gott að fá sér morgunsopann. Ég renni yfir blöðin. Þar er náttúrulega ekkert að frétta frekar en venjulega, merkilegt hvaða slúbbertar skrifa orðið í blöðin. Jú, jú, þarna eru ein, tvær pillur á mig, eins og við var að búast. Maður er nú einu sinni forseti. Jæja þá er að skella sér í sturtuna og koma sér í vinnufötin. Ætli brotið í buxunum sé ekki nógu stíft? Jú, þetta verður að duga. Hvað er nú á dagskrá í dag? Jú, eldri borgarar eru væntanlegir og ég þarf að ræða við þá um sögu Bessastaða. Síðan fer ég á sýningu nemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Úff, enn einn bissí dagurinn á Bessastöðum. Jæja, þetta var sosum rólegt í gær. Þá komu Sturla og Arngrímur og ræddu við mig um baráttu sína gagnvart fjármálafyrirtækjum. Ekki það að sá fundur var á við fjóra! Morgundagurinn er líka tiltölulega rólegur, setning Búnaðarþings og ekkert annað." hvern í veröldinni fýsir að eiga þá morgunstund sem lýst er hér að ofan? Þar er nokkrum skyldustörfum forsetans, sem lesa má um í dagskrá hans á heimasíðunni, skellt saman í áhugaverða daga. Tja, eða daga allavega. Samkvæmt dagskránni eru dagarnir ósköp svipaðir; forseti hittir þennan og hinn um þetta og hitt málið, er viðstaddur þennan og hinn viðburðinn og flytur þetta og hitt erindið. Einn til þrír viðburðir á dag virðist vera normið. senn líður að forsetakosningum og fagna því ýmsir að margir sækist eftir embættinu. Núverandi forseta finnst svo gaman í vinnunni að hann getur hreinlega ekki hætt. Og frambærilegasta fólk eyðir nú tíma sínum og peningum í að komast í starfið. Komast í þær aðstæður að líta yfir dagbók dagsins og sjá að vinnudagurinn ber í skauti sér opnun myndlistarsýningar og hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Súlnasalnum. groucho Marx sagði eitt sinn að hann neitaði að vera meðlimur nokkurs þess félags sem samþykkti hann sem meðlim. Mér verður oft hugsað til hans þessa dagana. Margt gott má um það fólk segja sem sækist eftir því að verða forseti Íslands. En það hefur allt einn galla; það sækist eftir því að verða forseti Íslands. það að vilja verða forseti Íslands er því í raun næg ástæða fyrir því að kjósa ekki viðkomandi. Líklega er best að finna þann sem síst vill verða forseti og skylda hann í djobbið.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun