Kunnum bara að sækja til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 07:00 Carles Puyol og Zlatan Ibrahimovic eigast við í fyrri leik Barcelona og AC Milan. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira
Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu. Augu flestra munu því beinast að Barcelona í kvöld þar sem Evrópumeistararnir freista þess að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Aðeins Real Madrid hefur náð því afreki áður, frá 1956 til 1960. Börsungar þykja vissulega sigurstranglegri á sínum ógnarsterka heimavelli en þegar liðin áttust þar við í riðlakeppninni í byrjun september varð niðurstaðan 2-2 jafntefli. Ef AC Milan skorar í kvöld dugar liðinu jafntefli til að slá Evrópumeistarana úr leik. „Við kunnum bara að spila á einn máta – það er að sækja til sigurs," sagði Carles Puyol, fyrirliði Barcelona á blaðamannafundi í dag. „Við ætlum ekki að spila upp á markalaust jafntefli – aðeins sigur. AC Milan er í hópi bestu félagsliða Evrópu og þetta er leikur sem allir knattspyrnumenn taka þátt í. Við verðum að vera góðir á báðum endum vallarins ef við ætlum okkur að komast áfram." Zlatan Ibrahimovic er hættulegasti leikmaður AC Milan en hann lék með Barcelona á sínum tíma. „Það verður ekki bara undir mér komið að halda honum í skefjum heldur þarf allt liðið að hafa gætur á honum," sagði Puyol. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að slá slöku við í kvöld þrátt fyrir góða stöðu í einvíginu gegn Marseille. „Við ætlum að reyna að vinna leikinn. Við erum vissulega í góðri stöðu en það má ekki gleyma því að Marseille vann 3-2 sigur á Dortmund í riðlakeppninni eftir að hafa verið 2-0 undir í leiknum," sagði Heynckes. Leikirnir hefjast báðir klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Sjá meira