Vinnur með stjörnuteymi 1. apríl 2012 22:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm RFF Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm
RFF Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira