Ísland eins og tölvugrafík 1. apríl 2012 17:00 Kit við tökur á Íslandi. „Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
„Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. „Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." Ákafi Kit er svo dásamlega einlægur að blaðamaður þarf að hafa sig allan við að teygja ekki fram armana og klípa í rjóðar, tuttugu og fimm ára kinnarnar á honum og segja „gútsí-gú". Kit er nýútskrifaður úr leiklistarskóla. Engu að síður hafa honum hlotnast tvær stórar rullur á síðustu misserum: Annars vegar aðalhlutverkið í leikritinu War Horse sem sýnt var í breska Þjóðleikhúsinu og nú síðast hlutverk geðþekka bastarðsins Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. „Við dvöldum á Íslandi í um fjórar vikur við tökur," segir Kit. „Við tókum upp á þremur mismunandi stöðum á jöklinum. Og það var kalt." Hann hlær. „Skeggið á okkur fraus." Rakað virðist bústið andlit hans barnslegt. Ungæðislegur glampi er í koparbrúnum augunum. Þetta er tæpast ásjóna manns sem maður fæli það torvelda verkefni að verja heimsálfuna Vesturás fyrir ágangi lifandi dauðra ófreskja sem kallast Hvítgöngurnar (White Walkers). „Ísland tók vel á móti okkur. Við vorum mjög heppin með veður. Dagarnir voru heiðskírir og vetrarsólin skein á okkur. Einn myndatökumannanna sagðist hafa skotið magnaðasta myndskeið ferils síns á jöklinum. Allt í einum heyrðum við einhvern hrópa: „JESS!"" Kit segist nýverið hafa fengið að horfa á brot úr senum sem teknar voru upp á Íslandi. „Þær eru svo fallegar og framandi. Þær líta út eins og tölvugrafík. Við fórum til Íslands til að forðast að nota tölvugrafík en furðulegt nokk varð niðurstaðan í raun óraunverulegri en grafík." Persóna Kit í þáttunum er send til hins kalda Norðurs þar sem hann gengur til liðs við varðlið Næturvarðanna. Hjálpaði kuldinn á Íslandi honum að komast í karakter? „Sem leikari er engu líkt að vera staddur í umhverfi eins og því sem karakterinn á að vera staddur í. Og Ísland er eins nálægt Norðrinu og hægt er að hafa það. Það er kalt, hrjóstrugt, landslagið er framandi og á sinn eigin hátt er það gríðarlega fallegt. Aðstæðurnar hjálpuðu okkur leikurunum mjög." Áætlað er að tökur á þriðju seríu Game of Thrones hefjist í júlí. Kit segist vona að þær fari aftur fram á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira