Hverra virkjun? Líf Magneudóttir skrifar 30. mars 2012 06:00 Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun