Lánað úr litlum forða Gylfi Magnússon skrifar 30. mars 2012 06:00 Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun