Einkunnabólga: orsakir og afleiðingar Björn Guðmundsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Einkunnir í grunnnámi bandarískra háskóla hafa farið hækkandi. Í Harvard hækkaði meðaleinkunnin úr sem svarar 6,75 árið 1963 í 8,63 árið 2005. Þetta vekur spurningar. Fara námshæfileikar nemenda sívaxandi? Fá nemendur sífellt betri undirbúning fyrir háskólanám? Leggja nemendur æ harðar að sér? Svarið við spurningunum er nei. Nemendur nota æ minni tíma í námið skv. National Survey of Student Engagement, NSSE. Hvað orsakar einkunnabólgu?George Kuh frá NSSE telur að milli háskólakennara og nemenda sé þegjandi samkomulag. „Ef þú lætur mig í friði, þá skal ég ekki gera of miklar kröfur til þín". Þarna vísar hann til kennslukannana þar sem nemendur eru spurðir um frammistöðu kennara. Miklu skiptir fyrir kennara að koma vel út úr þeim. Stuart Rojstaczer, prófessor við Duke háskólann, skrifaði grein í Washington Post. Þar segist hann hættur að gefa lægri einkunnir en B- (5,8). Gæfi hann þeim C sem það eigi skilið fengi hann færri nemendur og á markaðstorgi æðri menntunar sé slíkt talið merki um lélega kennslu. John Thorstensson, prófessor í eðlisfræði, segir 9 af hverjum 10 nemendum sínum í fyrsta áfanga í eðlisfræði dreyma um að komast í læknaskóla. Einkunn undir A- gerir það illmögulegt. Háskólakennarar eru því undir miklum þrýstingi. Guðrún Geirsdóttir, dósent í kennslufræði í HÍ, vekur athygli á áhugaleysi íslenskra háskólanema og heimtufrekju þeirra. „Nemendur virðast vilja gera sem minnst sjálfir, en krefjast hins vegar mikils af kennurum." Margir nemendur sækjast ekki eftir menntun og þroska heldur aðeins prófgráðu með sem minnstri fyrirhöfn. Þeir mæta illa, lesa ekki kennslubækurnar en krefjast hárra einkunna. Mæti þeir í tíma eru þeir oft á fésbókinni í stað þess að taka þátt í kennslustundinni. Gjarnan er skilað skýrslum og verkefnum sem einhver annar hefur unnið, t.d. nemandi frá fyrra ári. Fái þeir sínu framgengt munu háskólar í auknum mæli útskrifa hyskið, heimtufrekt og ómenntað fólk." Á Rás 2 voru þessi mál til umræðu og var m.a. rætt við háskólanema. Þeir létu sumir ótrúlegustu hluti út úr sér og var hreint átakanlegt að hlusta á þá. Af máli þeirra mátti ráða að verði kennari ekki við heimtufrekju þeirra megi hann búast við að verða „tekinn af lífi" í kennslukönnunum en gegnum þær hafa nemendur kverkatak á kennurum sínum. Þær byggja að hluta til á þeim misskilningi nýfrjálshyggjunnar að skóla sé hægt að reka eins og hvert annað framleiðslufyrirtæki í samkeppni. Líklega kynda kennslukannanir undir einkunnabólgu og undanlátssemi kennara enda er oft fylgni milli einkunna sem kennari fær og einkunna sem nemendur búast við frá honum. Það gleymist að kennarar þurfa að halda uppi aga og námskröfum og slíkt er ekki alltaf vinsælt meðal nemenda. Markaðsvæðing menntunar er ákaflega vandmeðfarin. Eru til sölu á Íslandi fyrirhafnarlitlar námseiningar? Ég hef ekki séð tölur um einkunnabólgu á Íslandi. Vegna örra breytinga á námskrám og nemendasamsetningu framhaldsskólanna er erfitt að mæla einkunnabólgu hér. Líklega er þó sums staðar dulin einkunnabólga. Hún birtist ekki í hærri einkunnum heldur því að fleiri komist í gegn með minni kunnáttu en áður. Kennari sem kennt hefur sama áfanga lengi getur hugsanlega sýnt fram á að meðaleinkunn hafi staðið í stað, en það gæti stafað af því að hann hafi slakað á námskröfum vegna svipaðs þrýstings og fyrr var lýst. Í framhaldsskólum fór færiband frjálshyggjunnar að rúlla fyrir rúmum áratug með nýrri námskrá og hinu illræmda reiknilíkani. Valfrelsi nemenda var aukið, t.d. getur nemandi á náttúrufræðibraut valið sig framhjá lykilgreinum í náttúrufræðum og útskrifast sem stúdent t.d. með litla eðlis- og efnafræðikunnáttu. Nemendur fengu sem sagt frelsi til að gengisfella stúdentsprófið sitt. Jafnframt ýtti þetta undir samkeppni milli kennara um nemendur. Kennarar sem bera virðingu fyrir nemendum og menntun þeirra og vilja standa fast á eðlilegum námskröfum geta orðið undir í þeirri samkeppni því að sumir nemendur velja auðveldustu leiðina og sneiða hjá slíkum kennurum. Með reiknilíkaninu fengu kennarar skilaboð um að skólar fengju ekki greitt fyrir nemendur sem ekki mættu í lokapróf þótt þeim hefði verið sinnt alla önnina. Skólar með hátt hlutfall getulítilla nemenda lentu fljótt í taprekstri vegna brottfalls nemenda. Til að vinna bug á taprekstrinum var kennslumagn minnkað svo að tekjur kennara í viðkomandi skólum lækkuðu. Þeir voru hýrudregnir fyrir að skila ekki öllum áfram á færibandinu. Hefðu þeir hleypt öllum í gegn hefðu þeir uppskorið hærri tekjur vegna meiri framleiðni eins og það heitir á máli frjálshyggjunnar. Fyrir kennara er freistandi að láta undan þrýstingi nemenda og yfirvalda og sigla lygnan sjó, gera litlar kröfur og gefa hátt. Það eykur líkur á góðri útkomu í kennslukönnunum og er gott fyrir fjárhag skólanna. En undanlátssemin er auðvitað vanvirðing við nemendur og menntunina sem þeir þurfa að öðlast. Ráðuneyti menntamála gerir lítið til að hjálpa framhaldsskólakennurum að meta hvað séu hæfilegar námskröfur. Skólar senda ráðuneytinu námskrár en lítið er fylgst með hvað gert er í raun og hvaða námskröfur eru gerðar. Ráðuneytið telur hve margir nemendur skila sér í próf og veitir fjárveitingar skv. því. Fjöldi nemenda mætir í próf bara til að skrifa nafnið sitt. Það lækkar á pappírnum hið illræmda brottfall. Margir stúdentar sem hefja nám í HÍ hafa góðan undirbúning úr framhaldsskóla og eru fullfærir um að stunda bitastætt háskólanám, en svo virðist sem vaxandi fjöldi sé það ekki og því telur HÍ nauðsynlegt að taka upp inntökupróf. Það þýðir að sum stúdentsprófsskírteini séu talin marklítil plögg eða svikin vara eins og Ólafur Stephensen ritstjóri orðaði það. Ekki er ólíklegt að einkunnabólga, dulin eða ódulin, sé undirrót þessa vanda sem er að grafa undan menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Einkunnir í grunnnámi bandarískra háskóla hafa farið hækkandi. Í Harvard hækkaði meðaleinkunnin úr sem svarar 6,75 árið 1963 í 8,63 árið 2005. Þetta vekur spurningar. Fara námshæfileikar nemenda sívaxandi? Fá nemendur sífellt betri undirbúning fyrir háskólanám? Leggja nemendur æ harðar að sér? Svarið við spurningunum er nei. Nemendur nota æ minni tíma í námið skv. National Survey of Student Engagement, NSSE. Hvað orsakar einkunnabólgu?George Kuh frá NSSE telur að milli háskólakennara og nemenda sé þegjandi samkomulag. „Ef þú lætur mig í friði, þá skal ég ekki gera of miklar kröfur til þín". Þarna vísar hann til kennslukannana þar sem nemendur eru spurðir um frammistöðu kennara. Miklu skiptir fyrir kennara að koma vel út úr þeim. Stuart Rojstaczer, prófessor við Duke háskólann, skrifaði grein í Washington Post. Þar segist hann hættur að gefa lægri einkunnir en B- (5,8). Gæfi hann þeim C sem það eigi skilið fengi hann færri nemendur og á markaðstorgi æðri menntunar sé slíkt talið merki um lélega kennslu. John Thorstensson, prófessor í eðlisfræði, segir 9 af hverjum 10 nemendum sínum í fyrsta áfanga í eðlisfræði dreyma um að komast í læknaskóla. Einkunn undir A- gerir það illmögulegt. Háskólakennarar eru því undir miklum þrýstingi. Guðrún Geirsdóttir, dósent í kennslufræði í HÍ, vekur athygli á áhugaleysi íslenskra háskólanema og heimtufrekju þeirra. „Nemendur virðast vilja gera sem minnst sjálfir, en krefjast hins vegar mikils af kennurum." Margir nemendur sækjast ekki eftir menntun og þroska heldur aðeins prófgráðu með sem minnstri fyrirhöfn. Þeir mæta illa, lesa ekki kennslubækurnar en krefjast hárra einkunna. Mæti þeir í tíma eru þeir oft á fésbókinni í stað þess að taka þátt í kennslustundinni. Gjarnan er skilað skýrslum og verkefnum sem einhver annar hefur unnið, t.d. nemandi frá fyrra ári. Fái þeir sínu framgengt munu háskólar í auknum mæli útskrifa hyskið, heimtufrekt og ómenntað fólk." Á Rás 2 voru þessi mál til umræðu og var m.a. rætt við háskólanema. Þeir létu sumir ótrúlegustu hluti út úr sér og var hreint átakanlegt að hlusta á þá. Af máli þeirra mátti ráða að verði kennari ekki við heimtufrekju þeirra megi hann búast við að verða „tekinn af lífi" í kennslukönnunum en gegnum þær hafa nemendur kverkatak á kennurum sínum. Þær byggja að hluta til á þeim misskilningi nýfrjálshyggjunnar að skóla sé hægt að reka eins og hvert annað framleiðslufyrirtæki í samkeppni. Líklega kynda kennslukannanir undir einkunnabólgu og undanlátssemi kennara enda er oft fylgni milli einkunna sem kennari fær og einkunna sem nemendur búast við frá honum. Það gleymist að kennarar þurfa að halda uppi aga og námskröfum og slíkt er ekki alltaf vinsælt meðal nemenda. Markaðsvæðing menntunar er ákaflega vandmeðfarin. Eru til sölu á Íslandi fyrirhafnarlitlar námseiningar? Ég hef ekki séð tölur um einkunnabólgu á Íslandi. Vegna örra breytinga á námskrám og nemendasamsetningu framhaldsskólanna er erfitt að mæla einkunnabólgu hér. Líklega er þó sums staðar dulin einkunnabólga. Hún birtist ekki í hærri einkunnum heldur því að fleiri komist í gegn með minni kunnáttu en áður. Kennari sem kennt hefur sama áfanga lengi getur hugsanlega sýnt fram á að meðaleinkunn hafi staðið í stað, en það gæti stafað af því að hann hafi slakað á námskröfum vegna svipaðs þrýstings og fyrr var lýst. Í framhaldsskólum fór færiband frjálshyggjunnar að rúlla fyrir rúmum áratug með nýrri námskrá og hinu illræmda reiknilíkani. Valfrelsi nemenda var aukið, t.d. getur nemandi á náttúrufræðibraut valið sig framhjá lykilgreinum í náttúrufræðum og útskrifast sem stúdent t.d. með litla eðlis- og efnafræðikunnáttu. Nemendur fengu sem sagt frelsi til að gengisfella stúdentsprófið sitt. Jafnframt ýtti þetta undir samkeppni milli kennara um nemendur. Kennarar sem bera virðingu fyrir nemendum og menntun þeirra og vilja standa fast á eðlilegum námskröfum geta orðið undir í þeirri samkeppni því að sumir nemendur velja auðveldustu leiðina og sneiða hjá slíkum kennurum. Með reiknilíkaninu fengu kennarar skilaboð um að skólar fengju ekki greitt fyrir nemendur sem ekki mættu í lokapróf þótt þeim hefði verið sinnt alla önnina. Skólar með hátt hlutfall getulítilla nemenda lentu fljótt í taprekstri vegna brottfalls nemenda. Til að vinna bug á taprekstrinum var kennslumagn minnkað svo að tekjur kennara í viðkomandi skólum lækkuðu. Þeir voru hýrudregnir fyrir að skila ekki öllum áfram á færibandinu. Hefðu þeir hleypt öllum í gegn hefðu þeir uppskorið hærri tekjur vegna meiri framleiðni eins og það heitir á máli frjálshyggjunnar. Fyrir kennara er freistandi að láta undan þrýstingi nemenda og yfirvalda og sigla lygnan sjó, gera litlar kröfur og gefa hátt. Það eykur líkur á góðri útkomu í kennslukönnunum og er gott fyrir fjárhag skólanna. En undanlátssemin er auðvitað vanvirðing við nemendur og menntunina sem þeir þurfa að öðlast. Ráðuneyti menntamála gerir lítið til að hjálpa framhaldsskólakennurum að meta hvað séu hæfilegar námskröfur. Skólar senda ráðuneytinu námskrár en lítið er fylgst með hvað gert er í raun og hvaða námskröfur eru gerðar. Ráðuneytið telur hve margir nemendur skila sér í próf og veitir fjárveitingar skv. því. Fjöldi nemenda mætir í próf bara til að skrifa nafnið sitt. Það lækkar á pappírnum hið illræmda brottfall. Margir stúdentar sem hefja nám í HÍ hafa góðan undirbúning úr framhaldsskóla og eru fullfærir um að stunda bitastætt háskólanám, en svo virðist sem vaxandi fjöldi sé það ekki og því telur HÍ nauðsynlegt að taka upp inntökupróf. Það þýðir að sum stúdentsprófsskírteini séu talin marklítil plögg eða svikin vara eins og Ólafur Stephensen ritstjóri orðaði það. Ekki er ólíklegt að einkunnabólga, dulin eða ódulin, sé undirrót þessa vanda sem er að grafa undan menntakerfinu.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar