Einelti er kerfisfyrirbæri 24. mars 2012 06:00 Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál. Stofnunarbragur snýst um menninguÁ hverjum vinnustað mótast „heimilisandi" eða samskiptabragur hvað varðar háttvísi og tjáskiptaleiðir og aðhald um virðingu og mörk. Hann þróast út frá stjórnunarstíl, markmiðum og starfsháttum viðkomandi stofnunar. Þessu til viðbótar koma áhrif einstakra persóna, styrkleikar þeirra og veikleikar. Á vinnustöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur um afköst og frammistöðu, og samkeppni gætir um viðurkenningu og sess, er meiri hætta á þróun neikvæðra samskiptafyrirbæra. Þar getur m.a. óheft frelsi í orðum og hegðun eins manns sært og vegið að persónuhelgi og mannlegri reisn annars. Við ákveðnar aðstæður, t.d. þegar þrengir að í rekstri fyrirtækja á markaði, fleiri bítast um „brauðin" (stöður) eða framlög minnka til opinberrar velferðarþjónustu (mennta-, menningar-, réttar-, heilbrigðis- og félagskerfa) er oft öryggi og vellíðan starfsfólks ógnað. Séu yfirmenn og stjórnendur ekki vakandi fyrir þessu með viðeigandi viðbrögðum er hættan sú að óöryggið brjótist út í samstarfsmannahópnum, milli laga og í innsta hring. Þetta er menningartengt kerfisfyrirbæri. Ábyrgð stjórnenda og samstarfsfólksÁ sumum vinnustöðum stendur starfsfólki til boða hópfræðsla eða endurmenntun í tengslum við starfið og aðgangur er að trúnaðarlækni eða félagsráðgjafa sem veitir aðstoð þegar starfsmaður glímir við samskiptavanda og vanlíðan eða veikindafjarveru af svipuðum sökum. Stundum tengist það alfarið vinnuaðstæðum, starfssjálfinu, en stundum jafnframt persónulegum aðstæðum í einkalífi, einkasjálfinu. Þetta tvennt er oftast nátengt. Á vinnustöðum þar sem ekki er vettvangur fyrir opna umræðu og einlæg samtöl (e. open dialogue) burðast starfsmenn einir með vanlíðan sína og átta sig jafnvel ekki á hvar skórinn kreppir. Það er í þessu samhengi sem hættumerkin koma fram. Ákveðnir atburðir eða breytingar á vinnustaðnum af fjölbreytilegum - og stundum ólíklegasta – toga geta jafnvel á ófyrirsjáanlegan hátt orðið til þess að einstaklingar sæti niðurlægingu, neikvæðu umtali og séu sniðgengnir eða verði fyrir persónulegri auðmýkingu, einelti eða áreitni af öðru tagi. Þegar einstaklingur verður fyrir slíku vekur það ugg í hópnum og það smitar út frá sér bæði í starfsanda, einbeitingu og afköstum. Til þess að koma í veg fyrir slíka þróun þurfa yfirmenn vinnustaða að halda vöku sinni. Hægt er að koma á laggirnar áætlun um starfsmannastefnu eða skapa vettvang fyrir mótandi umræðuferli um aðstæður á vinnustað. Slík stefna tekur m.a. til vellíðunar starfsmanns og fjölskyldustefnu sem tekur mið af því að starfsmaðurinn á sitt líf utan starfsins og hefur þar skuldbindingar sem stundum getur þurft að taka tillit til í vinnunni, og hún gerir ráð fyrir stuðningskerfi til að styrkja liðsanda og uppbyggilegan stofnunarbrag. Áhrif gagnrýninnar umræðu – hugmyndafræði sem eflir þorÍ vinnustaðaeflingu er handleiðsla eða þróunarstarf oft byggð á kenningum um félagslega samsmíð (e. social constructionalism) sem hefur það að markmiði að pæla í, þróa og miðla hugmyndum og starfsháttum sem efla uppbyggileg og samstarfsstyrkjandi samskiptaferli í mannlegu lífi og starfi, sbr. bandaríska verkefnið Conversation Project (www.jonathanrattner.com/index.php?/selected-works). Hér koma ákveðin hugtök til skjalanna sem snerta samskiptasiðfræði, þ.e. lykilhugtök út frá þríeykinu skynsemi, þekking, mannleg reisn (sbr. www.taosinstitute.net). Þau tengjast siðfræðilegum skuldbindingum í siðrænum samskiptum um félagslega samábyrgð, samræðuskuldbindingu, samábyrgð gagnvart viðeigandi stöðutöku fólks ásamt umræðu um gildi og ítök vinnustaðahópsins og kvöðinni að standa sjálfur að samskiptum sem ábyrgur fulltrúi uppbyggilegra samskipta. LokaorðÓskandi er að stjórnendur og yfirmenn stofnana beri gæfu til að bregðast við og taka á óheppilegum ferlum á vinnustað sem valda einstaklingum sársauka og niðurlægingu. Að skapa farveg fyrir opna umræðu er leið til árangursríkra og uppbyggilegra tjáskipta í öllum mannlegum samskiptakerfum. Kraftefling fólks mótast innan frá.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun