Skref í ranga átt Elínborg Bárðardóttir skrifar 23. mars 2012 06:00 Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi. Nú kemur tillagan aftur fram en í þetta sinn með nýjum rökum, þ.e. að fækka þurfi þungunum unglingsstúlkna. Það stenst hins vegar ekki skoðun að leyfi hjúkrunarfræðinga til að skrifa út getnaðarvarnarlyf muni endilega hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna. Sumir spyrja jafnvel hvort virkilega sé verið að leggja til að skólahjúkrunarfræðingar fari að halda pillunni að stúlkum í grunnskóla og að unglingar fái skilaboð um að kynlíf á grunnskólaaldri sé normið? Reynt hefur verið að tengja þessar hugmyndir lélegu aðgengi að heimilislæknum. Vissulega mætti aðgengi að heimilislæknum vera betra og það er áhyggjuefni að heimilislæknum mun líklega fækka á næstu árum ef ekkert verður að gert. Heimilislæknar á Íslandi hafa á margan hátt talið sig eiga undir högg að sækja. Þeir búa ekki við sömu atvinnuréttindi og aðrir sérfræðingar og lengi vel voru ekki til stöður fyrir heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu þannig að ungir læknar sáu sér ekki hag í að læra heimilislækningar. Í mínum huga er alveg öruggt að þetta útspil ráðherra mun ekki auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum enda virðist mér um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra og embættismanna og íhlutun í starfsvið og umhverfi heimilislækna. Ef að hugmyndin var að reyna að minnka álag á heimilislækna væri nær að spyrja þá sjálfa hvernig vinnu þeirra væri best fyrir komið til að hafa stjórn á álagi og til að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Þetta virðingarleysi leiðir til þess að heimilislæknar fara nú sem oft áður að velta stöðu sinni fyrir sér. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðum heimilislæknum og það vantar víða reynslumikla lækna eins og heimilislæknar að jafnaði eru. Því miður hefur reynslan verið sú að einmitt svona illa hugsaðar ákvarðanir og tilraunir geta verið upphafið að því að góðir og gegnir heimilislæknar hverfa til annarra starfa, t.d. í geðlækningum, endurhæfingalækningum og öldrunarlækningum. Ég held að ef við viljum sterka grunnheilbrigðisþjónustu sé þessi tillaga slæm, skref í ranga átt og muni verða til þess að valda óróa á viðkvæmum tímum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun