Viltu brúnt vatn? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar