Ferðaþjónusta: Atvinnugrein eða móttökunefnd? Auður Björg Sigurjónsdóttir og Helgi Pétursson skrifar 20. mars 2012 06:00 Nýlegar fréttir um að tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hér á landi hafi staðið í stað undanfarin þrjú ár vekja athygli. Mörg undanfarin ár hefur það verið lenska að birta með jöfnu millibili tölur um fjölda ferðamanna og um aukinn fjölda þeirra, en minna hefur farið fyrir upplýsingum um hvaða fjármuni þeir eru að skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Það, að tekjur af ferðamönnum skuli standa í stað þrátt fyrir mikla aukningu á fjölda þeirra sem hingað koma, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og er sennilega birtingarmynd af innanhússvanda í ferðaþjónustunni, það að ekki megi innheimta gjald fyrir komu og veitta þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Við getum einnig velt fyrir okkur hvort stóraukið sætaframboð lággjaldaflugfélaga hingað til lands verði til þess að hingað komi ferðamenn sem hafi minna milli handanna og spari við sig í hvívetna. Það er skoðun okkar sem þetta ritum og reynsla að ferðamenn séu tilbúnir til þess að greiða eðlilegt gjald fyrir veitta góða þjónustu, rétt eins og við gerum sjálf á erlendri grundu og þykir sjálfsagt. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað koma tilgreinir íslenska náttúru sem helsta hvata til ferðarinnar. Mikið hefur verið um það rætt undanfarin ár, hvað teljist í hugum erlendra gesta vera íslensk náttúra og hvað veki forvitni þeirra um land og þjóð. Það er okkar reynsla að vistvæn orkuvinnsla Íslendinga sé þáttur í þessari náttúruupplifun ferðamanna og að virkjanir, bæði jarðhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir séu aðdráttarafl; ferðamannastaðir. Orkusýn ehf., sem er í eigu okkar, hefur nú í eitt ár rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun og tekið gjald af gestum sem þangað koma. Í þrjú ár þar áður var gestamóttaka Hellisheiðarvirkjunnar rekin sem kynningar- og fræðslumiðstöð Orkuveitu Reykjavíkur og öllum opin sem þangað vildu koma og ekki var tekið gjald af gestum. Við samdráttaraðgerðir lokaði Orkuveitan gestamóttökunni og var svo um nokkurra mánaða skeið. Við undirrituð, sem höfðum komið að uppbyggingu kynningarrýmisins, sáum tækifæri í því að hefja rekstur á jarðhitasýningu og tókum rýmið á leigu. Vitandi um áhuga ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja á að koma í heimsókn í jarðvarmavirkjun, fá þar fræðslu og leiðsögn og kynnast því hvernig Íslendingar hafa nýtt sér jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu á einstakan hátt, fannst okkur ótækt að staður sem hafði nánast fest sig í sessi sem fjölsóttur ferðamannastaður yrði aflagður. Uppbygging á aðstöðunni var unnin í samráði við nágrannasveitarfélög og hagsmunaaðila sem flestir koma úr ferðaþjónustu. Góð aðkoma, gott aðgengi, góðar upplýsingar um starfsemina voru lykilatriði við hönnun húsnæðis og sýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun. Okkur var ljóst frá upphafi að aðgangseyrir að Jarðhitasýningunni var forsenda þess að hægt væri að hafa lifibrauð af starfseminni og skapa atvinnu með ráðningu starfsmanna. Á þessu eina ári höfum við lært að ferðamönnum þykir það sjálfsagður hlutur að greiða fyrir veitta þjónustu. Það er okkur því umhugsunarefni hvað er í veginum við að innheimta gjald á þeim ferðamannastöðum sem líða fyrir hirðuleysi vegna peningaskorts. Við viljum hvetja samstarfsaðila okkar í ferðaþjónustu ásamt ríki og sveitarfélögum sem eiga hlut að máli og taka höndum saman um að innleiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Það er hægt að taka fjölmörg dæmi og margir tala eðlilega um Gullfoss og Geysi og Dimmuborgir og aðra slíka staði. En það er líka gaman að taka fyrirferðarmikið dæmi: Perluna. Í Perluna koma um sex hundruð þúsund gestir á hverju ári. Við sem þetta ritum höfum komið að margskonar hugmyndavinnu um rekstur Perlunnar og þekkjum því stöðuna út í hörgul. Eðlilegur hluti þessara sex hundruð þúsunda kemur þangað á veitingastaðinn og til þess að skoða Sögusýninguna. Meginaðdráttarafl Perlunnar fyrir langstærstan hluta þessa mikla fjölda er hins vegar allt annað: Ókeypis klósett. Það er einhver innbyggður ótti við það að innheimta gjald fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum, sem byggir trúlega á einhvers konar hræðslu við einangrun, að fólk muni ekki vilja koma hingað, ferðamönnum snarfækki og ferðaþjónustan lamist. Þetta er fullkomlega ástæðulaus afstaða. Íslensk ferðaþjónusta hefur öll spilin á sinni hendi. Við eigum einhverja mestu auðlind sem um getur, íslenska náttúru, síðustu auðnina í Evrópu. Það á að kosta að fá að skoða þetta einstaka fyrirbæri, en það er okkar að veita góða þjónustu í staðinn, góðar upplýsingar, fræðslu og hreinlætisaðstöðu. Stór hluti erlendra ferðamanna kann t.d. ekki að ganga örna sinna úti í náttúrunni og hefur aldrei gert. Þeir reka því eðlilega upp stór augu þegar enga slíka þjónustu er að fá og ekki einu sinni hægt að fá hana með því að greiða fyrir hana. Það leiðir af sér fjöldaheimsóknir ferðamanna á snyrtingar á veitingastöðum og gististöðum um allt land, jafnvel í kirkjum og verslunarmiðstöðvum. Við viljum ekki að Ísland verði Mallorca Norðursins. Það er verkefni ferðaþjónustunnar að laða til landsins hæfilegan fjölda ferðamanna sem geta greitt sanngjarnt gjald fyrir góða þjónustu. Ferðaþjónustan er atvinnugrein, ekki móttökunefnd. Nú á tímum eru miklar væntingar til ferðaþjónustunnar, þ.e. að hún verði stöndugur atvinnuvegur, sem skilar arði til þjóðarbúsins. Ferðaþjónustan á að geta staðið undir þeim væntingum, en þá þarf að koma til samstaða í greininni og skilningur á að það er allra hagur að vel gangi, líka hjá samkeppnisaðilanum. Fréttir um þróun ferðaþjónustunnar þurfa því að vera fréttir af auknum tekjum af ferðamönnum fyrir veitta þjónustu, ekki auknum fjölda ferðamanna. Það er einföld baunatalning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir um að tekjur af þjónustu við erlenda ferðamenn hér á landi hafi staðið í stað undanfarin þrjú ár vekja athygli. Mörg undanfarin ár hefur það verið lenska að birta með jöfnu millibili tölur um fjölda ferðamanna og um aukinn fjölda þeirra, en minna hefur farið fyrir upplýsingum um hvaða fjármuni þeir eru að skilja eftir í íslensku efnahagslífi. Það, að tekjur af ferðamönnum skuli standa í stað þrátt fyrir mikla aukningu á fjölda þeirra sem hingað koma, hlýtur að vera mikið áhyggjuefni og er sennilega birtingarmynd af innanhússvanda í ferðaþjónustunni, það að ekki megi innheimta gjald fyrir komu og veitta þjónustu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Við getum einnig velt fyrir okkur hvort stóraukið sætaframboð lággjaldaflugfélaga hingað til lands verði til þess að hingað komi ferðamenn sem hafi minna milli handanna og spari við sig í hvívetna. Það er skoðun okkar sem þetta ritum og reynsla að ferðamenn séu tilbúnir til þess að greiða eðlilegt gjald fyrir veitta góða þjónustu, rétt eins og við gerum sjálf á erlendri grundu og þykir sjálfsagt. Mikill meirihluti erlendra ferðamanna sem hingað koma tilgreinir íslenska náttúru sem helsta hvata til ferðarinnar. Mikið hefur verið um það rætt undanfarin ár, hvað teljist í hugum erlendra gesta vera íslensk náttúra og hvað veki forvitni þeirra um land og þjóð. Það er okkar reynsla að vistvæn orkuvinnsla Íslendinga sé þáttur í þessari náttúruupplifun ferðamanna og að virkjanir, bæði jarðhitavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir séu aðdráttarafl; ferðamannastaðir. Orkusýn ehf., sem er í eigu okkar, hefur nú í eitt ár rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun og tekið gjald af gestum sem þangað koma. Í þrjú ár þar áður var gestamóttaka Hellisheiðarvirkjunnar rekin sem kynningar- og fræðslumiðstöð Orkuveitu Reykjavíkur og öllum opin sem þangað vildu koma og ekki var tekið gjald af gestum. Við samdráttaraðgerðir lokaði Orkuveitan gestamóttökunni og var svo um nokkurra mánaða skeið. Við undirrituð, sem höfðum komið að uppbyggingu kynningarrýmisins, sáum tækifæri í því að hefja rekstur á jarðhitasýningu og tókum rýmið á leigu. Vitandi um áhuga ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja á að koma í heimsókn í jarðvarmavirkjun, fá þar fræðslu og leiðsögn og kynnast því hvernig Íslendingar hafa nýtt sér jarðvarma til húshitunar og raforkuframleiðslu á einstakan hátt, fannst okkur ótækt að staður sem hafði nánast fest sig í sessi sem fjölsóttur ferðamannastaður yrði aflagður. Uppbygging á aðstöðunni var unnin í samráði við nágrannasveitarfélög og hagsmunaaðila sem flestir koma úr ferðaþjónustu. Góð aðkoma, gott aðgengi, góðar upplýsingar um starfsemina voru lykilatriði við hönnun húsnæðis og sýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun. Okkur var ljóst frá upphafi að aðgangseyrir að Jarðhitasýningunni var forsenda þess að hægt væri að hafa lifibrauð af starfseminni og skapa atvinnu með ráðningu starfsmanna. Á þessu eina ári höfum við lært að ferðamönnum þykir það sjálfsagður hlutur að greiða fyrir veitta þjónustu. Það er okkur því umhugsunarefni hvað er í veginum við að innheimta gjald á þeim ferðamannastöðum sem líða fyrir hirðuleysi vegna peningaskorts. Við viljum hvetja samstarfsaðila okkar í ferðaþjónustu ásamt ríki og sveitarfélögum sem eiga hlut að máli og taka höndum saman um að innleiða sanngjarnt verð fyrir góða þjónustu. Það er hægt að taka fjölmörg dæmi og margir tala eðlilega um Gullfoss og Geysi og Dimmuborgir og aðra slíka staði. En það er líka gaman að taka fyrirferðarmikið dæmi: Perluna. Í Perluna koma um sex hundruð þúsund gestir á hverju ári. Við sem þetta ritum höfum komið að margskonar hugmyndavinnu um rekstur Perlunnar og þekkjum því stöðuna út í hörgul. Eðlilegur hluti þessara sex hundruð þúsunda kemur þangað á veitingastaðinn og til þess að skoða Sögusýninguna. Meginaðdráttarafl Perlunnar fyrir langstærstan hluta þessa mikla fjölda er hins vegar allt annað: Ókeypis klósett. Það er einhver innbyggður ótti við það að innheimta gjald fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum, sem byggir trúlega á einhvers konar hræðslu við einangrun, að fólk muni ekki vilja koma hingað, ferðamönnum snarfækki og ferðaþjónustan lamist. Þetta er fullkomlega ástæðulaus afstaða. Íslensk ferðaþjónusta hefur öll spilin á sinni hendi. Við eigum einhverja mestu auðlind sem um getur, íslenska náttúru, síðustu auðnina í Evrópu. Það á að kosta að fá að skoða þetta einstaka fyrirbæri, en það er okkar að veita góða þjónustu í staðinn, góðar upplýsingar, fræðslu og hreinlætisaðstöðu. Stór hluti erlendra ferðamanna kann t.d. ekki að ganga örna sinna úti í náttúrunni og hefur aldrei gert. Þeir reka því eðlilega upp stór augu þegar enga slíka þjónustu er að fá og ekki einu sinni hægt að fá hana með því að greiða fyrir hana. Það leiðir af sér fjöldaheimsóknir ferðamanna á snyrtingar á veitingastöðum og gististöðum um allt land, jafnvel í kirkjum og verslunarmiðstöðvum. Við viljum ekki að Ísland verði Mallorca Norðursins. Það er verkefni ferðaþjónustunnar að laða til landsins hæfilegan fjölda ferðamanna sem geta greitt sanngjarnt gjald fyrir góða þjónustu. Ferðaþjónustan er atvinnugrein, ekki móttökunefnd. Nú á tímum eru miklar væntingar til ferðaþjónustunnar, þ.e. að hún verði stöndugur atvinnuvegur, sem skilar arði til þjóðarbúsins. Ferðaþjónustan á að geta staðið undir þeim væntingum, en þá þarf að koma til samstaða í greininni og skilningur á að það er allra hagur að vel gangi, líka hjá samkeppnisaðilanum. Fréttir um þróun ferðaþjónustunnar þurfa því að vera fréttir af auknum tekjum af ferðamönnum fyrir veitta þjónustu, ekki auknum fjölda ferðamanna. Það er einföld baunatalning.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar