Virkjanir í Þjórsá 20. mars 2012 06:00 Það var stórt skref í sögu mannkynsins þegar því tókst að beisla eldinn og hefur þeim sem það gerðu tæplega órað fyrir hve stórt skref var þar með búið að stíga til framþróunar. Sama má segja um þegar mönnum tókst í fyrsta sinn að virkja orku rennandi vatns, hvort heldur sem var til að framkvæma vinnu, eða til að hafa stjórn á hvernig það rynni um jörðina sem þeir voru að yrkja. Þannig hefur það alla tíð verið, frá því maðurinn náði þeim áfanga að smíða sér fyrstu verkfærin, að eitt hefur rekið annað á framfarabraut: Orka beisluð hvort sem fólst í rennandi vatni, blæstri vindanna eða skini sólarinnar, en þaðan er vitanlega öll sú orka komin sem beisluð hefur verið, þó að í fyrstu blasi það ekki alltaf við. Margt hefur vitanlega breyst síðan mannskepnan steig sín fyrstu skref í átt til þeirra framfara sem hér var lýst og víst hefur margt af því sem við mennirnir höfum tekið okkur fyrir hendur ekki verið mjög gæfulegt, skoðað í ljósi sögunnar. Beislun orku hefur ekki alltaf verið til góðs og þarf ekki annað en leiða hugann að nokkrum undangengnum styrjöldum til að sannfærast um það, en hinu er ekki hægt að neita að margt hefur líka vel til tekist og æðimörg er sú orkuvinnsla sem bæði er til góðs og framfara. Sú var tíð að Reykjavík var hituð, fyrst með kolum, mó og öðru því sem til féll, eða þar til olían tók við áður en hitaveitan kom til sögunnar. Ótrúlega stutt er síðan hús í höfuðborginni voru kynt með olíu nær alfarið - og enn styttra er síðan því var hætt, að koma fyrir olíukatli í nýjum húsum til upphitunar þar til hitaveitan gæti síðan tekið við. Nú virðist svo komið, að nokkuð stórum hluta landsmanna finnist það sjálfgefið að búa við mengunarlausa orku í formi jarðhita og frá virkjunum í fallvötnum. En er það svo? Til að koma þessu svo fyrir hefur ýmislegt þurft til að koma, s.s. hugvit, verkþekking og ekki síst framsýni og geta til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Nú er hins vegar svo að sjá, að hluti þjóðarinnar telji þetta allt svo sjálfsagt, að nú sé hægt að setjast í helgan stein og hafa það náðugt og viðhorfið er oftast klætt í þann búning, að um áhuga fyrir „óspilltri" náttúru landsins sé að ræða. Sá áhugi er því miður nokkuð seint til sögunnar kominn, því ekki er mjög mikið eftir af óspilltri náttúru, en um það er hins vegar ekki deilt, að þar sem hún finnst, er vitanlega sjálfsagt og eðlilegt að fara varlega og gæta þess að spilla henni ekki að óþörfu. Ef marka má fréttir sem fluttar hafa verið í Fréttablaðinu og á Stöð 2, þá mun standa til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með því að falla frá áformum um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Um er að ræða þrjár til fjórar virkjanir eftir því hvernig talið er. Þrjár í neðri hluta árinnar að viðbættri einni miðlun sem auka mun afköst allra virkjananna. Um er að ræða einhverja hagstæðustu virkjanakosti sem völ er á, neikvæð umhverfisáhrif eru hverfandi og miðlanir fyrri virkjana koma til með að nýtast þeim nýju. Ákvörðun um að falla frá þessum virkjunum gleður vafalaust umhverfisverndarsinna, en er um leið enn eitt dapurlegt dæmið um hve langt menn geta gengið til að ná fram kröfum sínum. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, lýsti á sínum tíma yfir hrifningu sinni á umræddum virkjunum og taldi þær góðan kost. Þar hafði hann vitanlega rétt fyrir sér, en það hafði hann hins vegar ekki þegar hann gaf gufuaflsvirkjunum til raforkuframleiðslu góða einkunn, því eins og alþjóð veit fylgir þeim mengun sem barist er við og að auki er nýting orkunnar afar lítil. Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá eru einn hagkvæmasti virkjunarkostur sem í boði er, ekki síst vegna aukinnar nýtingar á vatnsmiðluninni í ánni. Virkjanirnar koma ekki til með að valda umhverfisspjöllum sem neinu nemur og gera í raun ekki annað en nýta enn betur rennsli árinnar sem að öðrum kosti fer, engum til gagns, óbeislað til sjávar. Umhverfisverndarsinnar hafa það að markmiði að helst ekkert verði virkjað, náttúran skuli njóti vafans (eins og þeir kalla það) og til frekari útskýringar á afstöðu sinni, skýla þeir sér bakvið, að allt sé þetta nú gert fyrir komandi kynslóðir. Sér til stuðnings hafa þeir fengið ýmsa utan úr heimi til að leggja málstaðnum lið, m. a. með óspektum á virkjanasvæðunum. Kalla þeir sig „aðgerðasinna" og tilgangurinn mun eiga að helga meðalið. Gera má því skóna að er tímar líða og komandi kynslóðir líta til baka, muni þeim þykja afstaða svokallaðra verndunarsinna í besta falli brosleg er þeir taka til við að hrinda í framkvæmd því sjálfsagða, þ.e. að nýta orku árinnar og að þá muni verði litið með eftirsjá til þess tekjutaps sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir vegna kyrrstöðunnar. Nema sú undarlega staða komi upp, að orka verði einskis virði og þar af leiðandi ekkert við hana að gera. Flestum þykir það væntanlega ósennileg uppákoma og mun líklegra er að eftirspurn eftir umhverfisvænni, endurnýjanlegri orku fari vaxandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það var stórt skref í sögu mannkynsins þegar því tókst að beisla eldinn og hefur þeim sem það gerðu tæplega órað fyrir hve stórt skref var þar með búið að stíga til framþróunar. Sama má segja um þegar mönnum tókst í fyrsta sinn að virkja orku rennandi vatns, hvort heldur sem var til að framkvæma vinnu, eða til að hafa stjórn á hvernig það rynni um jörðina sem þeir voru að yrkja. Þannig hefur það alla tíð verið, frá því maðurinn náði þeim áfanga að smíða sér fyrstu verkfærin, að eitt hefur rekið annað á framfarabraut: Orka beisluð hvort sem fólst í rennandi vatni, blæstri vindanna eða skini sólarinnar, en þaðan er vitanlega öll sú orka komin sem beisluð hefur verið, þó að í fyrstu blasi það ekki alltaf við. Margt hefur vitanlega breyst síðan mannskepnan steig sín fyrstu skref í átt til þeirra framfara sem hér var lýst og víst hefur margt af því sem við mennirnir höfum tekið okkur fyrir hendur ekki verið mjög gæfulegt, skoðað í ljósi sögunnar. Beislun orku hefur ekki alltaf verið til góðs og þarf ekki annað en leiða hugann að nokkrum undangengnum styrjöldum til að sannfærast um það, en hinu er ekki hægt að neita að margt hefur líka vel til tekist og æðimörg er sú orkuvinnsla sem bæði er til góðs og framfara. Sú var tíð að Reykjavík var hituð, fyrst með kolum, mó og öðru því sem til féll, eða þar til olían tók við áður en hitaveitan kom til sögunnar. Ótrúlega stutt er síðan hús í höfuðborginni voru kynt með olíu nær alfarið - og enn styttra er síðan því var hætt, að koma fyrir olíukatli í nýjum húsum til upphitunar þar til hitaveitan gæti síðan tekið við. Nú virðist svo komið, að nokkuð stórum hluta landsmanna finnist það sjálfgefið að búa við mengunarlausa orku í formi jarðhita og frá virkjunum í fallvötnum. En er það svo? Til að koma þessu svo fyrir hefur ýmislegt þurft til að koma, s.s. hugvit, verkþekking og ekki síst framsýni og geta til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Nú er hins vegar svo að sjá, að hluti þjóðarinnar telji þetta allt svo sjálfsagt, að nú sé hægt að setjast í helgan stein og hafa það náðugt og viðhorfið er oftast klætt í þann búning, að um áhuga fyrir „óspilltri" náttúru landsins sé að ræða. Sá áhugi er því miður nokkuð seint til sögunnar kominn, því ekki er mjög mikið eftir af óspilltri náttúru, en um það er hins vegar ekki deilt, að þar sem hún finnst, er vitanlega sjálfsagt og eðlilegt að fara varlega og gæta þess að spilla henni ekki að óþörfu. Ef marka má fréttir sem fluttar hafa verið í Fréttablaðinu og á Stöð 2, þá mun standa til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með því að falla frá áformum um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Um er að ræða þrjár til fjórar virkjanir eftir því hvernig talið er. Þrjár í neðri hluta árinnar að viðbættri einni miðlun sem auka mun afköst allra virkjananna. Um er að ræða einhverja hagstæðustu virkjanakosti sem völ er á, neikvæð umhverfisáhrif eru hverfandi og miðlanir fyrri virkjana koma til með að nýtast þeim nýju. Ákvörðun um að falla frá þessum virkjunum gleður vafalaust umhverfisverndarsinna, en er um leið enn eitt dapurlegt dæmið um hve langt menn geta gengið til að ná fram kröfum sínum. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, lýsti á sínum tíma yfir hrifningu sinni á umræddum virkjunum og taldi þær góðan kost. Þar hafði hann vitanlega rétt fyrir sér, en það hafði hann hins vegar ekki þegar hann gaf gufuaflsvirkjunum til raforkuframleiðslu góða einkunn, því eins og alþjóð veit fylgir þeim mengun sem barist er við og að auki er nýting orkunnar afar lítil. Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá eru einn hagkvæmasti virkjunarkostur sem í boði er, ekki síst vegna aukinnar nýtingar á vatnsmiðluninni í ánni. Virkjanirnar koma ekki til með að valda umhverfisspjöllum sem neinu nemur og gera í raun ekki annað en nýta enn betur rennsli árinnar sem að öðrum kosti fer, engum til gagns, óbeislað til sjávar. Umhverfisverndarsinnar hafa það að markmiði að helst ekkert verði virkjað, náttúran skuli njóti vafans (eins og þeir kalla það) og til frekari útskýringar á afstöðu sinni, skýla þeir sér bakvið, að allt sé þetta nú gert fyrir komandi kynslóðir. Sér til stuðnings hafa þeir fengið ýmsa utan úr heimi til að leggja málstaðnum lið, m. a. með óspektum á virkjanasvæðunum. Kalla þeir sig „aðgerðasinna" og tilgangurinn mun eiga að helga meðalið. Gera má því skóna að er tímar líða og komandi kynslóðir líta til baka, muni þeim þykja afstaða svokallaðra verndunarsinna í besta falli brosleg er þeir taka til við að hrinda í framkvæmd því sjálfsagða, þ.e. að nýta orku árinnar og að þá muni verði litið með eftirsjá til þess tekjutaps sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir vegna kyrrstöðunnar. Nema sú undarlega staða komi upp, að orka verði einskis virði og þar af leiðandi ekkert við hana að gera. Flestum þykir það væntanlega ósennileg uppákoma og mun líklegra er að eftirspurn eftir umhverfisvænni, endurnýjanlegri orku fari vaxandi um ókomna tíð.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar