Barcelona er of sterkt fyrir Milan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Augu margra verða á Zlatan Ibrahimovic er hann mætir sínu gamla félagi á ný. Mynd/Nordic Photos/Getty Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Stórleikur átta liða úrslitanna er klárlega viðureign AC Milan og Barcelona. Þarna mætast tvö af stærstu knattspyrnuveldum Evrópu. „Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið og Milan er komið á toppinn á Ítalíu. Barca er þó á siglingu og Messi er með sýningu í hverjum leik. Ég held að Barcelona taki þetta og ekki síst þar sem þeir eru úr leik í baráttunni á Spáni og leggja ofuráherslu á þessa keppni," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og sérfræðingur 365 í Meistaradeildinni. „Barca og Milan léku saman í riðlakeppninni og þar náði Milan óvænt jafntefli á Spáni en Barca vann á Ítalíu og sýndi að það er sterkara," segir Heimir, en hvað með Milan-liðið? Það sýndi frábæran fyrri leik gegn Arsenal en var svo hræðilegt í seinni leiknum. „Þeir virðast ekkert hafa lært af sögunni er þeir féllu út gegn Deportivo á sínum tíma og svo leikurinn frægi gegn Liverpool í Tyrklandi. Það sýnir að það vantar stöðugleika í Milan-liðið. Þeir ætluðu að taka Arsenal með vinstri og það er aldrei hægt í Meistaradeildinni." Svíinn Zlatan Ibrahimovic fær enn og aftur tækifæri í þessum leikjum til þess að sýna Barca hverju þeir eru að missa af. Það hefur ekki alltaf gengið vel. „Hann á ekki alltaf sína bestu leiki í stóru leikjunum en lék vel í fyrri leiknum gegn Arsenal. Hann passaði ekki inn í kerfi Barcelona enda ekki til í að hlaupa mikið. Leikur þeirra gengur út á að vinna boltann strax aftur með hlaupum. Það var ekki fyrir hann og er svo að senda pillur á Guardiola sem ég hef aldrei skilið. Guradiola er að þjálfa besta félagslið frá upphafi og dapurt að Zlatan sé að þenja sig." Heimir segir að Real Madrid og FC Bayern eigi nokkuð greiða leið í undanúrslitin en býst við því að Chelsea lendi í vandræðum. „Real Madrid er númeri of stórt fyrir APOEL. Bayern klárar Marseille án mikilla vandræða. Chelsea gegn Benfica verður hörkuviðureign. Benfica er með flott lið og Chelsea hefur ekki verið sannfærandi í vetur. Portúgalska liðið á vel að geta strítt Chelsea."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira