
Auðvelt að kaupa Ísland
Kínverjar eru ekki einir í landvinningahugleiðingum. Eftirfarandi fréttafrásögn var á vefmiðlinum Pressunni í vikunni sem leið: „Fjórir rússneskir auðjöfrar fóru í viðamikla skoðunarferð á þyrlu í síðustu viku. Tilgangurinn var að skoða hentugar jarðir til að kaupa. Ferð þeirra var skipulögð í smáatriðum. Fjórmenningarnir leigðu þyrlu til að fá sem best útsýni og ná sem mestri yfirferð um Suðurland og segir í Sunnlenska að þeir hafi skoðað jarðir í Biskupstungum, Reykjanesi og Rangárvallasýslu. Rússnesku auðjöfrarnir fóru héðan til Alaska til að skoða jarðir þar."
Bæði Kína og Rússland standa utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Þess vegna geta hvorki Kínverjar né Rússar umyrðalaust keypt upp landið. Lagaskorður eru þarna enn til varnar en þyrftu að vera mun víðtækari.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona hefur sett fram þingmál um að slíkar skorður verði reistar gagnvart fulltrúum erlendra stórvelda og erlendum kaupspekúlentum, einnig frá hinu Evrópska efnahagssvæði, með það að leiðarljósi að halda eignarhaldi á landi í íslensku samfélagi.
Ísland allt á 400 milljarða?Auðkýfingum og stórveldum myndi reynast Ísland auðkeyptur biti ef engar fyrirstöður væru í lögum eða hugarfari. Samkvæmt reiknireglunni frá Grímsstöðum færu þúsund ferkílómetrar á þrjá milljarða, eða eigum við að segja fjóra. Í framhaldinu mætti ætla að Ísland allt gengi á fjögur hundruð milljarða. Eigum við kannski að vera varfærin og tvöfalda þá upphæð eða jafnvel fjórfalda og rúmlega það og segja tvö þúsund milljarða? Það eru talsverðir peningar fyrir íslenska bændur en smáaurar þegar stórir stórveldahagsmunir eru í húfi. Það vita heimsveldin, sem hugsa hundrað ár fram í tímann, en búa nú í haginn fyrir framtíðina með því að koma upp litlum sjálfbærum nýlendukjörnum víðs vegar um heiminn innan landamæra gamalgróinna ríkja; kjörnum með allt til alls. Jafnvel eigin flugvelli. Auðmenn og fjárfestingarsamsteypur á höttunum eftir jarðnæði og auðlindum og þá sérstaklega vatninu — gulli framtíðarinnar — kunna líka á slíka langtímahugsun.
En hvað með Íslendinga? Ræður skammtíma gróðahugsun ennþá för? Getur það verið? Nánast sama hvert litið er í heiminum nú um stundir; nánast alls staðar eru erlend ríki að reisa skorður við jarðnæðissölu út fyrir eigin landamæri. Hér á okkar ísalandi telja alltof margir hins vegar að allt standi og falli með því að fá eitthvað gert í snarhasti, bara eitthvað, þess vegna hótel og hví ekki hótel með flugvelli? En hótel verða ekki rekin, hvorki á Grímsstöðum á Fjöllum né annars staðar án hótelgesta og það margra.
Einsemdin í Herðubreiðarlindum á stórmarkað?Sjá menn það kannski fyrir sér að selja öllum þúsundunum einsemdina í Herðubreiðarlindum? Hvað þola þær? Væri ekki ráð að gefa sér stund til að hugleiða afleiðingar ráðagjörða sinna, sérstaklega hinna stórbrotnari? Fyrir lítið samfélag og viðkvæmt land er ekki allt fengið með stærð og fjölda. Hið gagnstæða gæti reynst gæfudrýgra: Að leggja áherslu á jafnvægi og sátt við náttúru og samfélag.
Þá er það hugarfarið. Þótt breyta þurfi reglum og lögum nægir það ekki eitt. Ef við ætlum ekki að láta taka af okkur landið verðum við að hafa trú á eigin getu. Uppbygging tuttugustu aldarinnar réðst af slíkri afstöðu. Yfirráð yfir landi og auðævum varðar hagsmuni okkar sem samfélags og þjóðar um ókominn tíma. Þess vegna verðum við að virkja vitsmuni okkar og sýna fyrirhyggju.
Svo er það allt önnur saga að á Íslandi eru nógir peningar. Peningahirslur fjármálastofnana eru að springa. Spurningin snýst um það eitt að koma fénu á beit.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar