Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana 10. mars 2012 07:00 tryggvi þór herbertsson vísir/gva Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna. Fréttir Landsdómur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira