Uppsögn gæti þurft að bæta 25. febrúar 2012 11:30 Lára V. Júlíusdóttir Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira