Ofurskattur á samgöngum Özur Lárusson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins er gerð var á tímabilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einkabílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og stóraukna skattheimtu ríkisins á bílinn og eldsneyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hugmyndir um stórbættar almenningssamgöngur í gegnum tíðina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verður aldrei hægt að koma á fót öflugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágrannaþjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verðum háð einkabílnum í samgöngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðnings, að hún sé svipuð og jafnvel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sanngjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenningssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætókerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bílaumferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bílsins við þær vegalengdir og veðurfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almennings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að komast á milli staða með fólk og vörur.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun